Colt reynsluekinn í Barcelona 18. júní 2004 00:01 "Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is Bílar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Lísa er 25-30 ára kona, útivinnandi, á nýjan kærasta en gamlan bíl og nú er hún að fara að kaupa sér sinn fyrsta nýja bíl," segir ábúðarmikill blaðafulltrúi Mitsubishi þegar hann fer yfir aðalmarkhóp bílsins. Blaðakona stödd á kynningu á Mitsubishi Colt í Barcelona getur ekki annað en brosað -- það er eitthvað kostulegt við að vera í aðalmarkhópi bílsins, og vera nánast ein um það á kynningunni. Hinn hefðbundni bílablaðamaður er greinilega karlmaður á fimmtugsaldri, enda spyr önugur Svíi hvort það ætti virkilega eingöngu að beina athyglinni að þessum hópi -- finnst hann kannski sniðgenginn? Hvað sem segja má um markaðsfræði, sem eru síst örugg vísindi, þá má fullyrða að Mitsubishi hefur unnið mikla heimavinnu á þessu sviði. Yfirgripsmikil auglýsingaherferð um Mitsubishi Colt er hafin og 900 evrópskum blaðamönnum verið boðið til Barcelona til að skoða og reynsluaka Coltinum nýja. Allt er lagt undir enda til mikils að vinna. Mitsubishi hefur síðustu ár ekki átt fulltrúa í flokki smábíla, og sá flokkur er vel að merkja næstsöluhæsti flokkur bíla í Evrópu. Sportlegur og rúmgóður Vel hefur tekist til -- óhætt er að segja það. Mitsubishi Colt, sem er afrakstur samstarfs Mitsubishi og Daimler Chrysler, er fallegur bíll. Mikil áhersla var lögð á flotta hönnun, og sú áhersla hefur skilað sér. Bíllinn er sportlegur í útliti en rúmgóður. Mælaborðið er fallegt og geymslurýmið gott. Hægt er að leggja aftursætin niður, ýmist eitt eða öll. Blaðamaður féll fyrir þessum eiginleika -- erum við konur ekki svo praktískar í hugsun, það myndu markaðsfræðingarnir eflaust segja. Umhverfisvænar líka (smábílar eyða ekki miklu) og þurfum ekki að sanna okkur á stórum bílum. Einmitt rökin fyrir að beina herferðinni aðallega að ungum konum. Sætin voru þægileg og smart, rauð á litinn sem gaf bílnum skemmtilegan blæ. Bensín- og dísilvél Að tæknilegu atriðunum -- jú, þau skipta auðvitað miklu máli. Bíllinn kemur með fimm mismunandi vélum, 1,1, 1,3 og 1,5 lítra bensínvélum sem eru 75, 95 og 109 hestöfl og 1,5 lítra dísilvél sem er 95 og 68 hestöfl. Í reynsluakstrinum voru bæði prófaðar bensín- og dísilvél. Báðir voru hálfsjálfskiptir, það er að segja með "allshift" kúplingslausu sjálfskiptivali. Þá er hægt að velja hvort gírarnir eru notaðir eða sjálfskipting sett á. Slíkt er víst mun ódýrara í framleiðslu en hefðbundin sjálfskipting og eyðslan verður þar að auki mun minni. Þessi búnaður virkaði vel í dísilbílnum en í bensínbílnum finnst þegar hann skiptir um gír -- hann hægir aðeins á sér, ekki mjög aðlaðandi. Þá var líka bara stillt á beinskiptinguna. Tekið skal fram að hægt verður að fá bílinn beinskiptan einnig. Coltinn var þægilegur í akstri, lá vel á veginum, lipur í beygjum, kraftmikill -- enginn smábílafílingur þannig -- en nettur um sig. Ekið var um götur Barcelonaborgar, á hraðbrautum og um hlykkjótta fjallvegi og stóð hann sig vel í þessum aðstæðum. Dísilbíllinn kom sérlega sterkur inn, kraftmikill og mikið tog í vélinni eins og sagt er. Aldeilis ágætt að slíkir bílar séu að verða raunhæfur kostur hér á landi með nýju lögunum. Coltinn kemur til Íslands í haust, þá kemur í ljós hvað hann kostar en verðið á að vera samkeppnishæft við aðalkeppninautana, aðra smábíla á borð við Toyotu Yaris og Hondu Jazz. Til mikils er að vinna fyrir Mitsubishi og bíllinn gefur fyrirheit um að hann standist væntingarnar. sigridur@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira