Skemmtilegt júrótrass 21. júní 2004 00:01 Unglingamyndir þykja ekkert sérstaklega merkilegur pappír, líklega vegna þess að þær eru algerlega staðlaðar og innihaldslausar. Þær fjalla undantekningarlaust um graða unglinga þannig að markaðsrannsóknir sérfræðinganna í Hollywood hljóta að hafa leitt það í ljós að það kemst fátt annað en kynlíf fyrir í kollinum á æskunni sem erfa skal heiminn. Eurotrip sver sig í ætt þessara greddumynda en hér leggja nokkur amerísk ungmenni í Evrópureisu að loknum skóla. Aðalpersónan leggur land undir fót í þeim tilgangi að hafa uppi á þýskri pennavinkonu sinni sem hann hafði móðgað illilega þar sem hann stóð í þeirri meiningu að hún væri karlmaður og geðsjúkur netpervert. Þegar misskilningurinn kom í ljós og hann gerði sér grein fyrir að hér er á ferðinni snotrasta snót, sem einnig er sálufélagi hans, verður hann gripinn eðlilegri blöndu hrifningar og losta og leggur allt undir til þess að komast yfir stúlkuna. Félagi hans stýrir ferðinni og hefur sérstakan áhuga á Evrópu þar sem kynlífið í álfunni ku vera miklu fjörugra en í Bandaríkjunum, sem voru byggð af teprum sem flúðu perversjónirnar í Evrópu á sínum tíma. Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vitleysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndarinnar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífsbrandarasúpa með nokkrum óborganlegum bragðefnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold. Ég er ekkert sérstaklega að hvetja til tilgangslausra brjóstasýninga í bíó en það vantar eitthvað í unglingagrínið ef striplinu er sleppt. Þetta vissu menn upp á hár fyrir tuttugu árum þegar Porky´s átti sviðið og nú virðist einhver nektarvakning vera í gangi aftur. Í Eurotrip er meira að segja reynt að gæta jafnréttis og karlarnir striplast líka en það verður því miður að segjast eins og er að augljósir hönnunargallar koma í veg fyrir að karlmannslíkaminn sé mikið fyrir augað. Þórarinn Þórarinsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Unglingamyndir þykja ekkert sérstaklega merkilegur pappír, líklega vegna þess að þær eru algerlega staðlaðar og innihaldslausar. Þær fjalla undantekningarlaust um graða unglinga þannig að markaðsrannsóknir sérfræðinganna í Hollywood hljóta að hafa leitt það í ljós að það kemst fátt annað en kynlíf fyrir í kollinum á æskunni sem erfa skal heiminn. Eurotrip sver sig í ætt þessara greddumynda en hér leggja nokkur amerísk ungmenni í Evrópureisu að loknum skóla. Aðalpersónan leggur land undir fót í þeim tilgangi að hafa uppi á þýskri pennavinkonu sinni sem hann hafði móðgað illilega þar sem hann stóð í þeirri meiningu að hún væri karlmaður og geðsjúkur netpervert. Þegar misskilningurinn kom í ljós og hann gerði sér grein fyrir að hér er á ferðinni snotrasta snót, sem einnig er sálufélagi hans, verður hann gripinn eðlilegri blöndu hrifningar og losta og leggur allt undir til þess að komast yfir stúlkuna. Félagi hans stýrir ferðinni og hefur sérstakan áhuga á Evrópu þar sem kynlífið í álfunni ku vera miklu fjörugra en í Bandaríkjunum, sem voru byggð af teprum sem flúðu perversjónirnar í Evrópu á sínum tíma. Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vitleysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndarinnar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífsbrandarasúpa með nokkrum óborganlegum bragðefnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold. Ég er ekkert sérstaklega að hvetja til tilgangslausra brjóstasýninga í bíó en það vantar eitthvað í unglingagrínið ef striplinu er sleppt. Þetta vissu menn upp á hár fyrir tuttugu árum þegar Porky´s átti sviðið og nú virðist einhver nektarvakning vera í gangi aftur. Í Eurotrip er meira að segja reynt að gæta jafnréttis og karlarnir striplast líka en það verður því miður að segjast eins og er að augljósir hönnunargallar koma í veg fyrir að karlmannslíkaminn sé mikið fyrir augað. Þórarinn Þórarinsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira