Draumahelgin 24. júní 2004 00:01 Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því." Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því."
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira