Ferðalagið og bíllinn 25. júní 2004 00:01 Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum. Bílar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sumrin eru tími ferðalaga og þó að margir noti sumarfríin og skelli sér til sólarlanda eru enn fleiri sem njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Öll viljum við að ferðalagið verði hið ánægjulegasta og því þarf að huga að mörgu í sambandi við skipulagningu þess en eitt af því er bíllinn og ástand hans. Mjög klaufalegt og hvimleitt getur verið að verða stopp úti í næsta vegarkanti á olíu- eða vatnslausum bíl. Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir, til dæmis með því að renna upp að næstu smurstöð og láta þrautþjálfaða menn sjá um að yfirfara bílinn áður en lagt er af stað. Strákarnir á Smurstöð Shell á Laugavegi 180 eru rómaðir fyrir skjóta og góða þjónustu og einstaka þjónustulund og ákvað blaðamaður því að láta yfirfara bíl sinn þar áður en lagt var af stað í ferðalagið. Fylgdist hann með verkinu, sem aðeins tók um tuttugu mínútur, og drakk á meðan nýlagað kaffi. Nauðsynlegt er að yfirfara bæði vatn og olíukerfi bílsins reglulega, sérstaklega ef um eldri bíla er að ræða. Einnig þarf að skipta um olíu og loftsíur. Ekki viljum við verða rafmagnslaus úti á miðjum þjóðvegi og því er nauðsynlegt að kanna ástand rafgeymis áður en lagt er af stað. Of lítil hleðsla á honum bendir til að hann sé orðinn lélegur. Ljósabúnaður bílsins þarf að vera í góðu lagi. Oft getur verið erfitt að ná perunum úr því sumar eru vandlega staðsettar á bak við í vélinni. Margir hafa eflaust lent í því að missa pústið undan bílnum í miðju ferðalagi og getur það auðveldlega eyðilagt annars vel heppnað ferðalag. Nauðsynlegt er að fyrirbyggja að það komi fyrir og því gott að láta kíkja á það áður en lagt er í hann. Það getur verið stórhættulegt að sjá lítið út um bílrúðuna í mikilli rigningu ef rúðuþurrkur eru lélegar. Þetta er smáatriði sem tekur enga stund að kippa í liðinn. Ekki klikka á því ! Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó! Varadekkið er bráðnauðsynlegt og ef það er vindlaust, ónýtt eða jafnvel ekki til staðar getur maður lent í slæmum málum.
Bílar Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira