Kletturinn og ferðalag 1. júlí 2004 00:01 Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra. Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Glímutrölið The Rock, sem vakti fyrst athygli í bíómyndum fyrir hörmulegan leik sinn í hlutverki The Scorpion King í The Mummy Returns, er mættur til leiks í myndinni Walking Tall sem er frumsýnd í dag. Walking Tall byggir á sannsögulegum atburðum og var fyrst kvikmynduð árið 1973 þegar Joe Don Baker lék lögreglustjórann Buford Pusser sem reis upp gegn glæpum í suðurríkjabæ í Teenessee og hristi upp í glæpalýðnum. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir, Walking Tall Part II og Final Chapter: Walking Tall. Sagan hefur tekið nokkrum breytingum í nýju myndinni en grunnstefið er það sama. The Rock leikur Chris Vaugn sem snýr aftur til gamla heimabæjarins síns eftir glæsilegan feril í hernum. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann sér að bærinn er orðinn hið versta lastabæli sem spilavítiseigandi og keppinautur hans úr skóla stjórnar. Chris ákveður að bjóða glæpahyskinu sem drottnar fyrir bænum birginn og bíður sig fram til embættis fógeta á staðnum og eftir að hann er orðinn laganna vörður fer hann einn á móti öllum og lætur ekkert stöðva sig. Harðhausar og hasarmyndahetjur drottna yfir þessari frumsýningarhelgi en slagsmálakínverjinn Jackie Chan lætur ljós sitt skína í ævintýramyndinni Around the World in 80 Days en sú saga þarfnast vart kyningar en flestir þekka æsispennandi veðmál of ferðalag breska sérvitringsins Phileas Fogg umhverfis jörðina á 80 dögum. Upprunalega sagan er eftir Jules Verne en í þessari nýju mynd er aðstoðarmaður Foggs, Passepartout, í forgrunni. Jackie Chan leikur Passepartout sem leitar skjóls undan laganna vörðum með því að slást í för með Fogg. Þekking hans í bardagalistum bjargar þeim félögum síðan úr mörgum háskanum en vondir menn reyna að sjálfsögðu að hindra för þeirra.
Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein