Menning

Vínið með grillmatnum

Sumarið er tími rósavína en neysla á þeim eykst um nær helming yfir sumarmánuðina hérlendis. Mest er salan í kassavínum enda hentugar umbúðir að taka með sér í útileguna eða nota við grillið heima við. Rósavínin hafa borið hróður spænska framleiðandans með franska nafnið, Rene Barbier, lengst en þau eru mikill sumardrykkur. Rene Barbier Rosado þykir frekar létt, er þurrt og sýruríkt með léttum ávexti og ekki jafnt sætt og gjarnt er um rósavín. Þau eru vinsæll fordrykkur og ganga vel með léttum grillmat auk þess að vera góður valkostur sem eftirdrykkur. Rósavín geta verið sniðug lausn í veislum þar sem borinn er fram pinnamatur. Verð í Vínbúðum 2.990 kr.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×