Söngleikur með sterkan boðskap 9. júlí 2004 00:01 "Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna." Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þetta er búin að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýningunni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gaman," segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. "Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið." Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippanum sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að staðfæra verkið ekki. "Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðaranda og kynna það fyrir nýrri kynslóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að staðfæra. Auðvitað er stríðsádeilan mjög opin, þó svo henni sé ekki þröngvað að áhorfendum." Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikurinn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. "Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman." Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. "Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söngleik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna."
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“