Litli bróðir hitar upp 12. júlí 2004 00:01 Eftir að hafa lagt alla áherslu á stærri og dýrari bíla um langt skeið hefur BMW hafið sókn inn á stærsta bílasölumarkaðinn, smábílamarkaðinn, með nýju týpunni sinni BMW 1. Bíllinn er hannaður frá grunni til að vera leiðtoginn á markaðnum og markmiðið sett á að selja 100.000 bíla áður en ár er liðið frá því fyrsti bíllinn rennur af framleiðslulínunni. Ásinn er litli bróðirinn í BMW fjölskyldunni og markhópurinn sagður þeir sem vilja eignast BMW en hafa kannski ekki alveg efni á því, einkum og sér í lagi ungt og efnað fólk sem er ekki alveg á því að leggja út fyrir stærri bílunum. Helsti keppinauturinn í sínum stærðarflokki hér á landi verður Volkswagen Golf, með sína áralöngu hefð hér, og fróðlegt að sjá hvernig sú keppni fer. Stjórnendur BMW á heimsvísu eru nokkuð bjartsýnir og telja ásinn til þess fallinn að tryggja áframhaldandi hagnaðaraukningu fyrirtækisins sem hefur gengið mjög vel síðustu mánuði. Bensínbíllinn í september Fyrstu eintökin af ásnum verða afhent eigendum í Evrópu 18. september og kemur bíllinn hingað um svipað leyti. Fyrst um sinn verður aðeins boðið upp á bílinn með bensínvél en búast má við dísilnum á næsta ári, sem nokkurs konar annarri bylgju ássins um það leyti sem breytingarnar á eldsneytissköttum ganga í garð. Dísilútgáfa ássins hefur fengið mikið lof erlendra bílablaðamanna en það á eftir að koma í ljós hvort hann verði fyrsti smábíllinn hérlendis til að seljast með dísilvél. Verðið á ásnum hefur ekki verið ákveðið en mun líklega byrja í kringum 2,5 milljónir króna og hækka eftir því sem menn velja meiri búnað og stærri vél. Miðað við að stjórnendur BMW segja hverfandi líkur á því að tveir alveg eins bílar renni af framleiðslulínunum sama árið fara væntanlega afar fáir bílanna á grunnverðinu. Það sem skaparar nýja bílsins virðast hvað stoltastir af, í það minnsta vörðu þeir drjúgum tíma í að kynna það, er lyklakerfið. Nú geta allt að fjórir einstaklingar fengið lykil að bílnum sem þarf aldrei að taka upp. Þegar viðkomandi nálgast bílinn fer hann úr lás og það sem meira er, bíllinn stillir útvarp, sæti, spegla og hitastig til samræmis við það sem var síðast þegar viðkomandi sat í bílnum. Eina sem bílstjórinn þarf að gera er að ýta á start takkann. Áður en fólk fer að hugsa sér gott til glóðarinnar er rétt að minna á að þetta er ein af ótal aukagræjum sem viðskiptavinir geta valið um, og greitt aukalega fyrir. Svínliggur Blaðamaður reynslukeyrði 120i útgáfu bílsins, öflugri bensínbílinn, á hraðbrautum og sveitavegum Þýskalands sem og í borgarumferð. Alls staðar reyndist hann vel. Hann svínliggur í beygjum þó hraðinn sé drjúgur og það var aldrei annað að finna en að ökumaður hefði alltaf góða stjórn á bílnum. Þó er rétt að taka fram að ekið var við kjöraðstæður og því fékk blaðamaður enga reynslu af að keyra honum í bleytu. Fyrstu viðbrigðin við að keyra bílinn voru að starta honum. Í stað lykils stingur ökumaður kubbi í samband og ýtir á takka sem sér um að ræsa bílinn eins og best verður á kosið. Eina sem ökumaðurinn þarf að sjá um er fótavinnan, að stíga á réttu fótstigin. Ásinn er afar rúmgóður, hátt til lofts, mikið pláss fyrir fæturna og almennt þægilegt að sitja í honum, hvort sem er í bílstjóra- eða farþegasæti. Markið við hönnun ássins hefur verið sett hátt og ekki annað að sjá en að það virðist ætla að ganga vel eftir. Mikið er lagt upp úr öryggismálum. Bíllinn er hlaðinn líknarbelgjum, hvort tveggja fyrir framsætin og meðfram hliðum hans. Spólvörn bílsins vinnur með bílstjóranum, dreifir álagi og ákveður inngjöfina. Hjólbarðarnir eru valdir með það fyrir augum að þeir hvellspringi ekki og að bílstjórinn haldi stjórn á bílnum þrátt fyrir að dekk springi á miklum hraða. Fyrir utan það að hægt er að keyra 150 kílómetra á sprungnum hjólbarða. Kynning á bílnum og reynsluakstur fóru fram í Munchen í Þýskalandi. Ferðir blaðamanns þangað voru í boði B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. Gisting og uppihald í Munchen var í boði BMW. Bílar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Eftir að hafa lagt alla áherslu á stærri og dýrari bíla um langt skeið hefur BMW hafið sókn inn á stærsta bílasölumarkaðinn, smábílamarkaðinn, með nýju týpunni sinni BMW 1. Bíllinn er hannaður frá grunni til að vera leiðtoginn á markaðnum og markmiðið sett á að selja 100.000 bíla áður en ár er liðið frá því fyrsti bíllinn rennur af framleiðslulínunni. Ásinn er litli bróðirinn í BMW fjölskyldunni og markhópurinn sagður þeir sem vilja eignast BMW en hafa kannski ekki alveg efni á því, einkum og sér í lagi ungt og efnað fólk sem er ekki alveg á því að leggja út fyrir stærri bílunum. Helsti keppinauturinn í sínum stærðarflokki hér á landi verður Volkswagen Golf, með sína áralöngu hefð hér, og fróðlegt að sjá hvernig sú keppni fer. Stjórnendur BMW á heimsvísu eru nokkuð bjartsýnir og telja ásinn til þess fallinn að tryggja áframhaldandi hagnaðaraukningu fyrirtækisins sem hefur gengið mjög vel síðustu mánuði. Bensínbíllinn í september Fyrstu eintökin af ásnum verða afhent eigendum í Evrópu 18. september og kemur bíllinn hingað um svipað leyti. Fyrst um sinn verður aðeins boðið upp á bílinn með bensínvél en búast má við dísilnum á næsta ári, sem nokkurs konar annarri bylgju ássins um það leyti sem breytingarnar á eldsneytissköttum ganga í garð. Dísilútgáfa ássins hefur fengið mikið lof erlendra bílablaðamanna en það á eftir að koma í ljós hvort hann verði fyrsti smábíllinn hérlendis til að seljast með dísilvél. Verðið á ásnum hefur ekki verið ákveðið en mun líklega byrja í kringum 2,5 milljónir króna og hækka eftir því sem menn velja meiri búnað og stærri vél. Miðað við að stjórnendur BMW segja hverfandi líkur á því að tveir alveg eins bílar renni af framleiðslulínunum sama árið fara væntanlega afar fáir bílanna á grunnverðinu. Það sem skaparar nýja bílsins virðast hvað stoltastir af, í það minnsta vörðu þeir drjúgum tíma í að kynna það, er lyklakerfið. Nú geta allt að fjórir einstaklingar fengið lykil að bílnum sem þarf aldrei að taka upp. Þegar viðkomandi nálgast bílinn fer hann úr lás og það sem meira er, bíllinn stillir útvarp, sæti, spegla og hitastig til samræmis við það sem var síðast þegar viðkomandi sat í bílnum. Eina sem bílstjórinn þarf að gera er að ýta á start takkann. Áður en fólk fer að hugsa sér gott til glóðarinnar er rétt að minna á að þetta er ein af ótal aukagræjum sem viðskiptavinir geta valið um, og greitt aukalega fyrir. Svínliggur Blaðamaður reynslukeyrði 120i útgáfu bílsins, öflugri bensínbílinn, á hraðbrautum og sveitavegum Þýskalands sem og í borgarumferð. Alls staðar reyndist hann vel. Hann svínliggur í beygjum þó hraðinn sé drjúgur og það var aldrei annað að finna en að ökumaður hefði alltaf góða stjórn á bílnum. Þó er rétt að taka fram að ekið var við kjöraðstæður og því fékk blaðamaður enga reynslu af að keyra honum í bleytu. Fyrstu viðbrigðin við að keyra bílinn voru að starta honum. Í stað lykils stingur ökumaður kubbi í samband og ýtir á takka sem sér um að ræsa bílinn eins og best verður á kosið. Eina sem ökumaðurinn þarf að sjá um er fótavinnan, að stíga á réttu fótstigin. Ásinn er afar rúmgóður, hátt til lofts, mikið pláss fyrir fæturna og almennt þægilegt að sitja í honum, hvort sem er í bílstjóra- eða farþegasæti. Markið við hönnun ássins hefur verið sett hátt og ekki annað að sjá en að það virðist ætla að ganga vel eftir. Mikið er lagt upp úr öryggismálum. Bíllinn er hlaðinn líknarbelgjum, hvort tveggja fyrir framsætin og meðfram hliðum hans. Spólvörn bílsins vinnur með bílstjóranum, dreifir álagi og ákveður inngjöfina. Hjólbarðarnir eru valdir með það fyrir augum að þeir hvellspringi ekki og að bílstjórinn haldi stjórn á bílnum þrátt fyrir að dekk springi á miklum hraða. Fyrir utan það að hægt er að keyra 150 kílómetra á sprungnum hjólbarða. Kynning á bílnum og reynsluakstur fóru fram í Munchen í Þýskalandi. Ferðir blaðamanns þangað voru í boði B&L, umboðsaðila BMW á Íslandi. Gisting og uppihald í Munchen var í boði BMW.
Bílar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira