Henta vel fyrir hestamenn 12. júlí 2004 00:01 Mikil sala er um þessar mundir á jörðum og landskikum, að sögn Viggós Sigurðssonar hjá fasteignasölunni Akkurat. Er salan ekki síst tengd hestamennsku. Landsmót hestamanna hefur enn kynt undir þá hreyfingu. "Það er mikið um að hestamenn í öllum flokkum og af ýmsu þjóðerni séu að fjárfesta þetta frá 20 hekturum og upp úr," segir hann. Nú er verið að skipuleggja hestamannabyggð á jörðinni Forsæti í Vestur-Landeyjum þar sem menn geta keypt jarðarskika með aðgangi að reiðvöllum og ýmiss konar aðstöðu. Gert er ráð fyrir heilsárshúsum á skikunum. Þarna eru góðar reiðleiðir, hvort sem um er að ræða dagsferðir eða lengri túra. Reiðvellirnir eru löglegir fyrir íþrótta- og gæðingakeppnir og einnig er þarna 450 metra skeiðbraut sem nýtist jafnframt til kynbótasýninga. "Fólk leggur inn umsóknir um þá stærð sem það vill, segir Viggó. "Þarna verður grafið og ræst fram eftir þörfum og lagðir vegir, vatn og rafmagn að hverri spildu. Jörðin er vel uppbyggð og grasgefin og hentar afar vel til hrossaræktar. Svo er uppbygging hennar og hönnun með tilliti til smölunar líka með því sem best gerist," segir Viggó og telur svæðið eiga eftir að verða paradís fyrir hestamenn. Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mikil sala er um þessar mundir á jörðum og landskikum, að sögn Viggós Sigurðssonar hjá fasteignasölunni Akkurat. Er salan ekki síst tengd hestamennsku. Landsmót hestamanna hefur enn kynt undir þá hreyfingu. "Það er mikið um að hestamenn í öllum flokkum og af ýmsu þjóðerni séu að fjárfesta þetta frá 20 hekturum og upp úr," segir hann. Nú er verið að skipuleggja hestamannabyggð á jörðinni Forsæti í Vestur-Landeyjum þar sem menn geta keypt jarðarskika með aðgangi að reiðvöllum og ýmiss konar aðstöðu. Gert er ráð fyrir heilsárshúsum á skikunum. Þarna eru góðar reiðleiðir, hvort sem um er að ræða dagsferðir eða lengri túra. Reiðvellirnir eru löglegir fyrir íþrótta- og gæðingakeppnir og einnig er þarna 450 metra skeiðbraut sem nýtist jafnframt til kynbótasýninga. "Fólk leggur inn umsóknir um þá stærð sem það vill, segir Viggó. "Þarna verður grafið og ræst fram eftir þörfum og lagðir vegir, vatn og rafmagn að hverri spildu. Jörðin er vel uppbyggð og grasgefin og hentar afar vel til hrossaræktar. Svo er uppbygging hennar og hönnun með tilliti til smölunar líka með því sem best gerist," segir Viggó og telur svæðið eiga eftir að verða paradís fyrir hestamenn.
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira