Innlent

Þingfundur kl. 13:30 í dag

Önnur umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi klukkan 13:30 í dag en allsherjarnefnd samþykkti verulegar breytingar á frumvarpinu í gær. Samkvæmt breytingartillögunum verða fjölmiðlalögin, sem forseti Íslands synjaði staðfestingar, felld úr gildi en engin lög um eignarhald á fjölmiðlum sett í staðinn. Þá verða gerðar breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Margir sjálfstæðismenn eru ósáttir við þessar málalyktir og lýsti formaður allsherjarnefndar Alþingis yfir vonbrigðum með að frumvarpið næði ekki fram að ganga. Ríkisstjórnin stefnir þó enn að því að setja fjölmiðlalög sem fyrst og segir í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar að nýtt frumvarp verði lagt fram á haustþingi. Þá leggur meirihlutinn til endurskoðun stjórnarskrárinnar, svo sem 26. greinina um málskotsrétt forseta Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×