Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:42 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru báðir lokaðir. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði. Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði.
Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira