Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:42 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru báðir lokaðir. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði. Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á tíunda tímanum í gærkvöldi voru björgunarsveitir kallaðar út til aðstoðar fólki á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir veðurspár fyrir gærdaginn hafa gengið eftir að meginstefnu til. „Það var þæfingsfærð á Hellisheiðinni, sem var svo orðin lokuð. Einhverjir höfðu nú reynt við hana engu að síður. Björgunarsveitir á Suðurlandi, úr Hveragerði, Selfossi og Þorlákshöfn fóru í það verkefni að sinna því, og leystu það. Þetta var svona aðeins fram í jólanóttina,“ segir Jón Þór Víglundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Misvísandi skilti Einhverjir vegfarendur hafi fengið misvísandi upplýsingar á skiltum, og því reynt að fara yfir lokaða heiðina. „Hvort hún væri opin eða lokuð. Þannig að við ætlum ekki að álasa neinum fyrir að reyna.“ Björgunarsveitir hafi einnig þurft að bregðast við útköllum á norðvestanverðu landinu. „Þar lenti fólk í vandræðum á Bröttubrekku og björgunarsveitin Heiðar í Borgarfirði fór á brekkuna og aðstoðaði þau. Síðan var það í Reykhólasveit, inni á Kletthálsi sem fólk lenti í vandræðum. Björgunarsveitin heimamenn á Reykhólum sinnti því verkefni.“ Fólk fylgist vel með Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á vestan- og sunnanverðu landinu, og því ekki loku fyrir það skotið að björgunarsveitir verði kallaðar út í dag. „Það verður bara að koma í ljós, en við höfum svo sem setið við sitthvorumegin Hellisheiðarinnar með lokunarpósta, þannig að fólk er ekki að fara þangað. Þar hefur fólk verið á vakt í alla nótt og verður eitthvað fram eftir degi, á meðan veðrið er eins og það er.“ segir Jón Þór. Hann beinir því til fólks að fylgjast vel með veðurspám á vef Veðurstofunnar, Veður.is, og færð á vegum á Umferðin.is. Þar má sjá að auk Hellisheiðar er vegurinn um Öxnadalsheiði nú lokaður, sem og Holtavörðuheiði.
Veður Björgunarsveitir Jól Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira