Ný utanríkisstefna Gunnar Smári Egilsson skrifar 22. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Heimsmynd Íslendinga í dag er æði ólík þeirri sem það fólk sem nú er á miðjum aldri ólst upp við -- að ekki sé talað um þá sem eldri eru. Þetta á jafnt við um stöðu Íslands í heiminum og styrk íslenska samfélagsins í samanburði við samfélög annarra landa. Samfélag okkar var einangrað og aðskilið frá öðrum. Veröldin skiptist í stórum dráttum í Ísland og útlönd. Fyrir þrjátíu árum eða svo sætti það tíðindum ef fólk af erlendum uppruna settist að hér á landi. Ferðalög Íslendinga til útlanda voru ekki tíð og stjórnvöld lögðu sérstakan skatt ofan á erlendan gjaldeyri ferðamanna til að hefta þau enn frekar. Þrátt fyrir auðlegð lands og sjávar lifðu Íslendingar við lakari lífskjör en nágrannaþjóðirnar. Á fyrri helming síðustu aldar mátti skýra það með fátækt fyrri alda og hversu seint Íslendingar höfðu lagt af stað til nútíma atvinnu- og lifnaðarhátta. En þegar líða tók á öldina mátti fremur rekja þennan mun til heimsmyndar Íslendinga. Þeir lifðu svo einangraðir frá öðrum þjóðum að þeir töldu ekki víst að þær aðferðir sem gagnast höfðu öðrum þjóðum vel dygðu hérlendis. Þessi hugsanaskekkja gerði þjóðinni ófært að læra af öðrum. Hún stóð því í að beita heimatilbúnum lausnum á heimatilbúinn vanda og neitaði sér um að byggja hér upp gott og öflugt samfélag að hætti bestu Vesturlanda. Það var ekki fyrr en Íslendingar fóru að ferðast og stóru eftistríðsárakynslóðirnar flykktust í hópum utan til náms að hugarfar Íslendinga fór að breytast. Í einangrun sinni höfðu þeir varið sig með fordómum gagnvart því sem útlent var til að réttlæta lök lífskjör og takmörkuð lífsgæði. Þegar Íslendingar hins vegar kynntust því af eigin raun að víðast hvar á Vesturlöndum hafði fólk það betra og sleit sér ekki út í lífsbaráttunni fyrir aldur fram létu þeir af þessum fordómum. Og snérust jafnvel um of. Undanfarið hafa Íslendingar fremur átt auðvelt með að falla fyrir öllu sem útlent er en að meta það sem þeir eiga. Þegar gott er veður á Íslandi er það alveg eins og í útlöndum. Þegar Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu var afstaða þjóðarinnar því ekki ósvipuð og þeirra fyrrum austantjaldsþjóða sem nú eru nýgengin í Evrópusambandið. Við horfðum til Evrópu full væntinga og tókum meira að segja óskiljanlega löngum og tilefnislitlum reglugerðum sambandsins með jákvæðni og vissu um að þær væru þolanlegur fylgifiskur bjartrar framtíðar. Íslendingar hentust út í heim að reyna afl sitt og þor -- eins og þeir kálfar sem þeir voru eftir langa einangrun. Almennt þráði þjóðin að tilheyra stærri heild; löngu þreytt á einstrakri sérstöðu sinni. Fyrir þrjátíu árum höfðu Íslendingar þá mynd af landinu að það væri miðja vegu milli Evrópu og Ameríku -- og þá sérstaklega Bandaríkjanna. Þetta var hluti sjálfsmyndar okkar. Við voru hvorki né; landnemaþjóð Ameríku eða forn Evrópuþjóð. Með auknum samskiptum við Evrópu, uppgangi þar, nýjum tækifærum og auknum krafti samhliða vissri stöðnun vestan hafs höfum við færst nær Evrópu. Nú flytjum við hlutfallslega minni fisk til Bandaríkjanna en áður til Sovétríkjanna gömlu. Bandaríkin skipta okkur sífellt minna máli en Evrópa meiru. Og með minnkandi áhuga Bandaríkjamanna á að halda hér uppi varnarliði eru tengsl okkar vestur um haf veikari. Tilraun núverandi ríkisstjórnar til að styrkja þessi tengsl með stuðningnum við innrásina í Írak -- þvert á hugmyndir okkar um vopnlausa þjóð sem ekki fer með ófrið á hendur öðrum -- hefur síðan enn fært allan almenning fjær Bandaríkjunum. Á liðnum áratugum höfum við viljað aflétta einangrun okkar og verða hluti stærra heildar -- en þó einkum Evrópu. Þetta hefur verið hin raunverulega utanríkisstefna Íslendinga -- og gildir þá einu hversu vel stjórnvöld hafa fylgt henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Heimsmynd Íslendinga í dag er æði ólík þeirri sem það fólk sem nú er á miðjum aldri ólst upp við -- að ekki sé talað um þá sem eldri eru. Þetta á jafnt við um stöðu Íslands í heiminum og styrk íslenska samfélagsins í samanburði við samfélög annarra landa. Samfélag okkar var einangrað og aðskilið frá öðrum. Veröldin skiptist í stórum dráttum í Ísland og útlönd. Fyrir þrjátíu árum eða svo sætti það tíðindum ef fólk af erlendum uppruna settist að hér á landi. Ferðalög Íslendinga til útlanda voru ekki tíð og stjórnvöld lögðu sérstakan skatt ofan á erlendan gjaldeyri ferðamanna til að hefta þau enn frekar. Þrátt fyrir auðlegð lands og sjávar lifðu Íslendingar við lakari lífskjör en nágrannaþjóðirnar. Á fyrri helming síðustu aldar mátti skýra það með fátækt fyrri alda og hversu seint Íslendingar höfðu lagt af stað til nútíma atvinnu- og lifnaðarhátta. En þegar líða tók á öldina mátti fremur rekja þennan mun til heimsmyndar Íslendinga. Þeir lifðu svo einangraðir frá öðrum þjóðum að þeir töldu ekki víst að þær aðferðir sem gagnast höfðu öðrum þjóðum vel dygðu hérlendis. Þessi hugsanaskekkja gerði þjóðinni ófært að læra af öðrum. Hún stóð því í að beita heimatilbúnum lausnum á heimatilbúinn vanda og neitaði sér um að byggja hér upp gott og öflugt samfélag að hætti bestu Vesturlanda. Það var ekki fyrr en Íslendingar fóru að ferðast og stóru eftistríðsárakynslóðirnar flykktust í hópum utan til náms að hugarfar Íslendinga fór að breytast. Í einangrun sinni höfðu þeir varið sig með fordómum gagnvart því sem útlent var til að réttlæta lök lífskjör og takmörkuð lífsgæði. Þegar Íslendingar hins vegar kynntust því af eigin raun að víðast hvar á Vesturlöndum hafði fólk það betra og sleit sér ekki út í lífsbaráttunni fyrir aldur fram létu þeir af þessum fordómum. Og snérust jafnvel um of. Undanfarið hafa Íslendingar fremur átt auðvelt með að falla fyrir öllu sem útlent er en að meta það sem þeir eiga. Þegar gott er veður á Íslandi er það alveg eins og í útlöndum. Þegar Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu var afstaða þjóðarinnar því ekki ósvipuð og þeirra fyrrum austantjaldsþjóða sem nú eru nýgengin í Evrópusambandið. Við horfðum til Evrópu full væntinga og tókum meira að segja óskiljanlega löngum og tilefnislitlum reglugerðum sambandsins með jákvæðni og vissu um að þær væru þolanlegur fylgifiskur bjartrar framtíðar. Íslendingar hentust út í heim að reyna afl sitt og þor -- eins og þeir kálfar sem þeir voru eftir langa einangrun. Almennt þráði þjóðin að tilheyra stærri heild; löngu þreytt á einstrakri sérstöðu sinni. Fyrir þrjátíu árum höfðu Íslendingar þá mynd af landinu að það væri miðja vegu milli Evrópu og Ameríku -- og þá sérstaklega Bandaríkjanna. Þetta var hluti sjálfsmyndar okkar. Við voru hvorki né; landnemaþjóð Ameríku eða forn Evrópuþjóð. Með auknum samskiptum við Evrópu, uppgangi þar, nýjum tækifærum og auknum krafti samhliða vissri stöðnun vestan hafs höfum við færst nær Evrópu. Nú flytjum við hlutfallslega minni fisk til Bandaríkjanna en áður til Sovétríkjanna gömlu. Bandaríkin skipta okkur sífellt minna máli en Evrópa meiru. Og með minnkandi áhuga Bandaríkjamanna á að halda hér uppi varnarliði eru tengsl okkar vestur um haf veikari. Tilraun núverandi ríkisstjórnar til að styrkja þessi tengsl með stuðningnum við innrásina í Írak -- þvert á hugmyndir okkar um vopnlausa þjóð sem ekki fer með ófrið á hendur öðrum -- hefur síðan enn fært allan almenning fjær Bandaríkjunum. Á liðnum áratugum höfum við viljað aflétta einangrun okkar og verða hluti stærra heildar -- en þó einkum Evrópu. Þetta hefur verið hin raunverulega utanríkisstefna Íslendinga -- og gildir þá einu hversu vel stjórnvöld hafa fylgt henni.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun