Góður biti í hundskjafti 23. júlí 2004 00:01 Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göfugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óútreiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Í stað þess að halda sig innan ramma fantasíu er reynt að færa goðsögnina í sagnfræðilegt samhengi og gera "raunsæja" útgáfu í þessari sterabolta-bíómynd. Artúr er hálfur Rómverji og hálfur Breti. Hann fer fyrir hópi af riddurum frá Sarmatíu (?) og berjast þeir fyrir hönd Rómverja við hina innfæddu Woad (?). Rómverjar eru hins vegar að yfirgefa Bretland og eru á undanhaldi undan her Saxa, sem gerðu innrás á norðurhluta eyjarinnar. Til að gera alltof langa sögu (130 mín.) stutta þá tekur Artúr og riddaragengi hans upp hanskann fyrir léttklædda og blámálaða lókal heiðingjana og verjast innrásinni að norðan. Langdregnar bardagasenur fylgja í kjölfarið. Leikarahópurinn er skringileg blanda af Evrópubúum með Englendingnum Clive Owen í tiltilhlutverkinu. Kraumandi augnaráð og þandir nasavængir eru honum greinilega eðlislægir og gerir hann sitt besta til að skapa dýpt í frekar fyrirsjáanlegum karakter sem þarf að fara með setningar sem virðast vera klambraðar saman úr mónólógum Maximus (Gladiator) og William Wallace (Braveheart). Aðrir leikarar sem standa upp úr eru Kiera Knighley, sem leikur mjög óvenjulega útgáfu af hinni fögru Guinevere, frændi okkar Stellan Skarsgard, hinn illi leiðtogi Saxa, og að lokum uppáhalds "cockney" durgurinn minn, Ray Winstone, sem er áhugaverðasti og brjálaðasti riddari Artúrs. Leikstjórinn Antoine Fuqua, sem gerði hina prýðisgóðu Training Day, er að þessu sinni þreifa fyrir sér á kolrangri hillu og ætti að halda sér við samtímann hvað efnisval varðar. Góður biti í hundskjaft. Kristófer Dignus Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þjóðsagan um Artúr konung er ótrúlega safaríkur efniviður í ævintýraspennumynd með rómantísku ívafi og dass af tragedíu. Það er allt til staðar, göfugur konungur, glæsilegir riddarar, fögur mey, óútreiknanlegur seiðkarl, galdrasverð, mystísk höll, ástarþríhyrningur o.fl. o.fl. Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer er hins vegar samkvæmur sjálfum sér og valtar yfir allt sem heitir fágun og fínlegheit. Í stað þess að halda sig innan ramma fantasíu er reynt að færa goðsögnina í sagnfræðilegt samhengi og gera "raunsæja" útgáfu í þessari sterabolta-bíómynd. Artúr er hálfur Rómverji og hálfur Breti. Hann fer fyrir hópi af riddurum frá Sarmatíu (?) og berjast þeir fyrir hönd Rómverja við hina innfæddu Woad (?). Rómverjar eru hins vegar að yfirgefa Bretland og eru á undanhaldi undan her Saxa, sem gerðu innrás á norðurhluta eyjarinnar. Til að gera alltof langa sögu (130 mín.) stutta þá tekur Artúr og riddaragengi hans upp hanskann fyrir léttklædda og blámálaða lókal heiðingjana og verjast innrásinni að norðan. Langdregnar bardagasenur fylgja í kjölfarið. Leikarahópurinn er skringileg blanda af Evrópubúum með Englendingnum Clive Owen í tiltilhlutverkinu. Kraumandi augnaráð og þandir nasavængir eru honum greinilega eðlislægir og gerir hann sitt besta til að skapa dýpt í frekar fyrirsjáanlegum karakter sem þarf að fara með setningar sem virðast vera klambraðar saman úr mónólógum Maximus (Gladiator) og William Wallace (Braveheart). Aðrir leikarar sem standa upp úr eru Kiera Knighley, sem leikur mjög óvenjulega útgáfu af hinni fögru Guinevere, frændi okkar Stellan Skarsgard, hinn illi leiðtogi Saxa, og að lokum uppáhalds "cockney" durgurinn minn, Ray Winstone, sem er áhugaverðasti og brjálaðasti riddari Artúrs. Leikstjórinn Antoine Fuqua, sem gerði hina prýðisgóðu Training Day, er að þessu sinni þreifa fyrir sér á kolrangri hillu og ætti að halda sér við samtímann hvað efnisval varðar. Góður biti í hundskjaft. Kristófer Dignus
Bíó og sjónvarp Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira