Leita að bestu bókakápunni 23. júlí 2004 00:01 Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þeir félagar Hörður Kristbjörnsson og Þorleifur Kamban Þrastarson vinna þessa dagana að rannsókn um íslensku bókakápuna. Þeir eru nemar á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og hafa báðir mikinn áhuga á bókahönnun. Hugmyndina að verkefninu fengu þeir eftir að hafa farið í námsferð til New York í vetur. "Tilgangur verkefnisins er að safna saman íslenskum bókakápum og upplýsingum um hönnun þeirra og finna út og svara þeirri spurningu hvaða bókakápa er best og áhrifaríkust. Einnig er markmiðið með þessu að auka veikan mátt bókarinnar á tímum mikillar markaðssetningar á öðru afþreyingarefni. Hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað og því afskaplega takmarkað til um efnið. Eftir að hafa farið til New York og séð hversu mikið er til um þetta þar, ákváðum við að bæta úr því hér og kanna íslenskan markað. Fengum við styrk til rannsóknarinnar úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og einnig frá Félagi bókaútgefanda," segir Þorleifur Kamban. Hann segir að þeir hafi lagt út í verkefnið með það að leiðarljósi að fá álit og nýta kunnáttu hönnuða, rithöfunda og útgefenda að spurningunni. "Við spjöllum við þetta fólk og spyrjum út í skoðanir þeirra og vitneskju. Það er þó ekki þar með sagt að sá hópur hafi eingöngu eitthvað um málið að segja og viljum við því eindregið hvetja unnendur bóka og aðra sem láta sig þetta varða að hafa samband við okkur," segir Þorleifur. Þeir félagar stefna á að gefa út bók um efnið sem yrði aðgengileg, söguleg heimild fyrir þá sem hafa áhuga á bókagerð. "Það er ekki orðið alveg ljóst hvernig bókin kemur til með að vera eða hvenær hún kemur út. Líklega verður hún þó þannig uppbyggð að þar yrðu myndir af bókakápum, fjallað yrði um ferli þeirra og loks kæmu fram skoðanir fólks og fræðinga á þeim," segir hann. Þorleifur segir þá félaga ekki eiga neina sérstaka uppáhaldsbókakápu en finnst kápan á ensk-íslensku orðabókarinnar vera mögnuð. Þeir sem vilja koma með tillögur eða segja sínar skoðanir á bókakápum er bent á netfangið: tollioghordurkrisb@lhi.is. Nánari útskýringu á verkefninu er hægt að finna á heimasíðunni grapevine.is/bok. halldora@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira