Skokkaði fram á drottninguna 28. júlí 2004 00:01 Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. "Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili. Haag er með stærstu borgunum í Hollandi en miklu minna þekkt en Amsterdam og þar af leiðandi rólegri og hálfgerð svefnborg. Það sem mér líkaði best var mannlífið og hvað fólk er notalegt og opið. Þarna eru frábær kaffi- og veitingahús og þó þjónustulund Hollendinga sé kannski ekkert sérstök er maturinn svo góður að þeim fyrirgefst ýmislegt. Haag liggur að baðströnd og þar er voða gaman á sumrin þegar veðrið er gott. Sjórinn er reyndar norðursjórinn svo hann er kaldur en ef maður er hugrakkur þá er vel hægt að synda. Ég fór og synti enda er ég hugrökk," segir Guðlaug og hlær við. "Það er ákveðin reisn yfir Haag því drottningin býr þar og þar er drottningarhöllin. Ég sá drottninguna einu sinni þegar ég var úti að skokka með vinkonu minni í garðinum við höllina. Drottningin var að fara í ferðalag og kom út í þann mund sem við skokkuðum framhjá og veifaði okkur." Guðlaug lærði djasssöng og var mjög ánægð með skólann og menntakerfið í Hollandi. "Allt menntakerfi í Hollandi er mjög fínt og því var skólinn sem ég var í mjög góður og kennarar og nemendur koma allsstaðar að úr heiminum, " segir Guðlaug og á sjálfsagt alltaf eftir að halda tengslunum við Haag, bæði með því að fara þangað og líka með því að nýta það sem hún lærði þar. Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. "Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili. Haag er með stærstu borgunum í Hollandi en miklu minna þekkt en Amsterdam og þar af leiðandi rólegri og hálfgerð svefnborg. Það sem mér líkaði best var mannlífið og hvað fólk er notalegt og opið. Þarna eru frábær kaffi- og veitingahús og þó þjónustulund Hollendinga sé kannski ekkert sérstök er maturinn svo góður að þeim fyrirgefst ýmislegt. Haag liggur að baðströnd og þar er voða gaman á sumrin þegar veðrið er gott. Sjórinn er reyndar norðursjórinn svo hann er kaldur en ef maður er hugrakkur þá er vel hægt að synda. Ég fór og synti enda er ég hugrökk," segir Guðlaug og hlær við. "Það er ákveðin reisn yfir Haag því drottningin býr þar og þar er drottningarhöllin. Ég sá drottninguna einu sinni þegar ég var úti að skokka með vinkonu minni í garðinum við höllina. Drottningin var að fara í ferðalag og kom út í þann mund sem við skokkuðum framhjá og veifaði okkur." Guðlaug lærði djasssöng og var mjög ánægð með skólann og menntakerfið í Hollandi. "Allt menntakerfi í Hollandi er mjög fínt og því var skólinn sem ég var í mjög góður og kennarar og nemendur koma allsstaðar að úr heiminum, " segir Guðlaug og á sjálfsagt alltaf eftir að halda tengslunum við Haag, bæði með því að fara þangað og líka með því að nýta það sem hún lærði þar.
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira