Línudans um landið 4. ágúst 2004 00:01 Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl. Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl.
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira