Sumarferðir til Þýskalands 4. ágúst 2004 00:01 Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september. Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Um leið og vorsólin fer að skína í München flykkjast Münchenarbúar út í sólina og nánast setjast að á útiveitingahúsum þar sem þeir teyga bæverskan bjór og njóta lífsins til hins ýtrasta. Í München eru 180 svokallaðir bjórgarðar þar sem ekki eingöngu er borinn fram bjór í lítrakrúsum (já, þetta er ekkert grín, bjórinn fæst ekki í minni einingum í dæmigerðum bjórgarði) en þar má fá hverskyns aðrar veitingar, mat og óáfenga drykki og fátt er notalegra en sitja kvöldstund með Bæverjum og njóta sérrétta þeirra og skemmtilegs félagsskapar því þeir eru opnir og taka gestum fagnandi. En það er ýmislegt fleira sem heillar við München. Þó hún hafi óneitanlega yfirbragð stórborgar er hún samt ekki stór og andrúmsloftið er hlýlegt og vinalegt. Borgin er iðagræn og einkennist af breiðstrætum með stórum torgum og fjölmörgum skrúðgörðum þar sem er gaman að ganga um í sumarblíðunni. Fyrir þá sem vilja gera ferðina að menningarferð er óendanlega margt í boði. Borgin er full af merkilegum söfnum og leikhúslífið blómstrar. Kvöldstund í öðru tveggja óperuhúsa borgarinnar er ógleymanleg og full ástæða til að kanna áður en farið er af stað hvaða sýningar eru í gangi. Markaðirnir í München erum margir og fjölbreyttir og Bæjarar, sem eru mikið gleðifólk, halda hátíðir af hverskyns tilefni þó frægust sé auðvitað Októberfestin. Frá München í Bæjaralandi geta leiðir svo legið til margra átta. Borgin er á einstökum ferðamannaslóðum, rétt norður af Alpafjöllum, og mikið af náttúruperlum í grennd við borgina. Auðvelt er að taka bílaleigubíl og aka suður í Alpana, fara í skoðunarferð að Starnbergvatni og heimsækja Schloss Neuschwanstein, einhvern frægasta kastala í heimi. Þá er freistandi að aka yfir til Austurríkis og skoða Arnarhreiður Adolfs Hitler. Beint flug er til München með Icelandair á þriðjudögum til 7. september.
Ferðalög Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira