Berjast með orðum 5. ágúst 2004 00:01 Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví. Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví.
Lífið Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“