Draumabíll Skjaldar Eyfjörð 6. ágúst 2004 00:01 "Mig langar í rafmagnsbíl af gerðinni Smart, svona eins og þeir hjá World Class keyra um á. Mér finnst þessir bílar geðveikt flottir og svo finnst mér frábært að þeir séu knúnir áfram af rafmagni. Þeir eru eins og Nokia símarnir, þú getur alltaf keypt nýjan front á þá og það finnst mér líka mjög sniðugt. Ég hef verið að skoða þessa bíla á netinu og held reyndar að þeir séu ekki fluttir hingað til landsins. Ég veit bara að þeir eru framleiddir í Þýskalandi og það er hægt að fá þá með blæju og öllu." Skjöldur á ekki bíl og segir það ekki á stefnuskránni að fá sér slíkan þar sem hann sé hugsanlega að flytja til New York. "Ég flyt jafnvel á næstunni og ætla því hvorki að kaupa mér bíl né íbúð. En ég bý niðri í bæ og þar væri fullkomið að keyra um á svona Smart bíl þar sem hann er bæði lítill og stuttur og svo er auðveldlega hægt að leggja honum hvar sem er. Hann er góður í styttri vegalengdir og þar sem ég fer ekki mikið út á land myndi ég hvort sem er ekki fara á honum því ég er vanur að taka annaðhvort rútu eða flugvél. Hérna innanbæjar er ég annars duglegur að labba, nota hjólið mitt og hlaupahjólið og svo sníki ég mér stundum far," segir hann. "Ég fíla ekki bensínbíla og finnst tvímælalaust að við ættum að nýta rafmagnið í staðinn fyrir að menga andrúmsloftið með bensíni. Af hverju ekki að nota alla þessa orku sem við höfum hérna. Mér finnst það engin spurning og svo er ekkert mál að hlaða þessa rafmagnsbíla á nóttunni meðan maður sefur," segir hann. Í dag tekur Skjöldur þátt í Gay Pride deginum og mun hann spila stórt hlutverk í hátíðarhöldunum. "Ég verð ekki í skrúðgöngunni þetta árið heldur verð ég á Ingólfstorgi þar sem ég mun syngja Gay Pride lagið í ár. Dagurinn leggst vel í mig og eins og venjulega held ég að hann verði mjög skemmtilegur," segir hann. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Mig langar í rafmagnsbíl af gerðinni Smart, svona eins og þeir hjá World Class keyra um á. Mér finnst þessir bílar geðveikt flottir og svo finnst mér frábært að þeir séu knúnir áfram af rafmagni. Þeir eru eins og Nokia símarnir, þú getur alltaf keypt nýjan front á þá og það finnst mér líka mjög sniðugt. Ég hef verið að skoða þessa bíla á netinu og held reyndar að þeir séu ekki fluttir hingað til landsins. Ég veit bara að þeir eru framleiddir í Þýskalandi og það er hægt að fá þá með blæju og öllu." Skjöldur á ekki bíl og segir það ekki á stefnuskránni að fá sér slíkan þar sem hann sé hugsanlega að flytja til New York. "Ég flyt jafnvel á næstunni og ætla því hvorki að kaupa mér bíl né íbúð. En ég bý niðri í bæ og þar væri fullkomið að keyra um á svona Smart bíl þar sem hann er bæði lítill og stuttur og svo er auðveldlega hægt að leggja honum hvar sem er. Hann er góður í styttri vegalengdir og þar sem ég fer ekki mikið út á land myndi ég hvort sem er ekki fara á honum því ég er vanur að taka annaðhvort rútu eða flugvél. Hérna innanbæjar er ég annars duglegur að labba, nota hjólið mitt og hlaupahjólið og svo sníki ég mér stundum far," segir hann. "Ég fíla ekki bensínbíla og finnst tvímælalaust að við ættum að nýta rafmagnið í staðinn fyrir að menga andrúmsloftið með bensíni. Af hverju ekki að nota alla þessa orku sem við höfum hérna. Mér finnst það engin spurning og svo er ekkert mál að hlaða þessa rafmagnsbíla á nóttunni meðan maður sefur," segir hann. Í dag tekur Skjöldur þátt í Gay Pride deginum og mun hann spila stórt hlutverk í hátíðarhöldunum. "Ég verð ekki í skrúðgöngunni þetta árið heldur verð ég á Ingólfstorgi þar sem ég mun syngja Gay Pride lagið í ár. Dagurinn leggst vel í mig og eins og venjulega held ég að hann verði mjög skemmtilegur," segir hann. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira