Norskir og danskir dagar 11. ágúst 2004 00:01 Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is. Ferðalög Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Norskir dagar á Seyðisfirði eru haldnir um helgina en dagarnir eru haldnir í tengslum við fæðingardag Ottos Wathne, föður Seyðisfjarðar. Áhersla verður á tengslin við Noreg ásamt kynningu á norskri menningu. Tónlistarfólk verður í Bláu kirkjunni og víðar. Sútunarkonur frá Noregi sýna skinn og sútun, familifest, markaður, kertafleyting, ball og margt fleira. Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 á Egilsstöðum verður sett á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þetta er ellefta árið sem Ormsteiti er haldið en hátíðin á sér engan líka þegar kemur að íslenskum bæjarhátíðum. Ormsteiti stendur yfir í tíu daga samfleytt 13.- 22. ágúst og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Sjá nánar á egilsstadir.is Margt verður í boði á dönskum dögum í Stykkishólmi um helgina. Ratleikur verður haldinn á vegum Lions, lúðrasveit marserar um bæinn með skrúðgöngu, golfklúbburinn Mostri heldur opið gólfmót, danski sendiherrann verður á meðal gesta, bryggjuball verður haldið auk flugeldasýningar. Sjá nánar á stykkisholmur.is/danskir dagar. Árleg hátíðahöld í Djúpuvík - Djúpavíkurdagar verða haldnir um helgina. Farið verður í ferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögn og endað á sögusýningunni. Rakin verður saga verksmiðjunnar og leið síldarinnar í gegnum hana, seldar verða grillaðar pylsur og gos í garðinum við hótelið, leikir fyrir börnin, boðið verður upp á stuttar kajakasiglingar um víkina ef veður leyfir, kvöldvaka, varðeldur, dorgveiðikeppni, listaverkasýning og margt fleira. Berjanótt verður haldin hátíðleg á Ólafsfirði um helgina. Berjanótt er sannkölluð tónlistarveisla og er tónlistin sem spiluð verður í klassískum anda. Hátíðin mun opna í Ólafsfjarðarkirkju með verkum Mozarts, Beethoven og Debussy. Nánar um hátíðina er hægt að finna á vef Ólafsfjarðarbæjar, olafsfjordur.is.
Ferðalög Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira