Á toppnum á topplausum 13. ágúst 2004 00:01 Það væri fúll bílasali sem ætti ekki alltaf flottan bíl og alltaf sama bílinn," segir Guðfinnur Halldórsson bílasölueigandi, sem hefur notið sín í botn í blíðunni undanfarið við að aka um á rauða blæjubílnum sínum af gerðinni Mercedes-Benz 500SL. "Það er aðeins ein bílategund í heiminum sem reglulega gaman er að keyra og það er Benz. Ég er búinn að eiga Benz síðan ég var sautján ára gamall og það á ekkert eftir að breytast. Ef efnahagurinn versnar mun ég bara kaupa mér hann aðeins ódýrari," segir hann og hlær. "Ég er búinn að eiga þennan bíl í fjögur ár. Það er gjörsamlega klikkað að keyra um á honum í þessu frábæra veðri sem er búið að vera og það er ekki til betra land en Ísland í góðu veðri því erum með svo hreint og gott loftslag. Fólkið er líka svo hamingjusamt, ánægt og þakklátt fyrir blíðuna sem er alveg stórkostlegt," segir hann. Guðfinnur hefur alla tíð haft mikið dálæti á Benz og kann margar góðar sögur því tengdu. "Fyrir um þrjátíu árum síðan seldi ég hjónum sinn fyrsta Benz. Þá segir konan mér að maðurinn hennar sé búinn að suða í sér að kaupa slíkan bíl en hún hafi alltaf verið treg til þess því hún hafi heyrt að það væri bölvað vesen með þá. En nú ætli hún að láta undan með því skilyrði að hún fengi þvottavél í staðinn. Þegar samningurinn er undirritaður vindur hún sér svo að mér og spyr hvaða vandamál séu eiginlega með þessa bíla. Ég svaraði henni því að það væri aðeins eitt, sem reyndar væri svolítið dýrt vandamál, að þegar fólk væri einu sinni búið að eiga Benz, vildi það ekkert annað. Síðan þá hef ég selt þessum hjónum fimm Benza," segir hann. Þótt Guðfinnur sé á besta aldri eru engu að síður þrjátíu og fjögur ár síðan hann byrjaði að selja bíla. Honum líkar það vel og hefur ekkert hugsað sér að skipta um starf. "Fyrir um tuttugu árum síðan var ég með félaga mínum á bar hérna í borginni og sátum við hjá tveimur huggulegum ungum stúlkum og spjölluðum við þær. Það var verið að tala um það hvað menn væru að gera og svona og þegar ég segist vera Guðfinnur, eigandi bílasölu Guðfinns, segir önnur stúlkan. "Já ég man svo vel eftir þeirri bílasölu því ég fór þangað svo oft þegar ég var lítil stelpa með pabba mínum. Þar með hvarf sénsinn í stúlkuna," segir Guðfinnur og hlær. halldora@frettabladid.is Bílar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Það væri fúll bílasali sem ætti ekki alltaf flottan bíl og alltaf sama bílinn," segir Guðfinnur Halldórsson bílasölueigandi, sem hefur notið sín í botn í blíðunni undanfarið við að aka um á rauða blæjubílnum sínum af gerðinni Mercedes-Benz 500SL. "Það er aðeins ein bílategund í heiminum sem reglulega gaman er að keyra og það er Benz. Ég er búinn að eiga Benz síðan ég var sautján ára gamall og það á ekkert eftir að breytast. Ef efnahagurinn versnar mun ég bara kaupa mér hann aðeins ódýrari," segir hann og hlær. "Ég er búinn að eiga þennan bíl í fjögur ár. Það er gjörsamlega klikkað að keyra um á honum í þessu frábæra veðri sem er búið að vera og það er ekki til betra land en Ísland í góðu veðri því erum með svo hreint og gott loftslag. Fólkið er líka svo hamingjusamt, ánægt og þakklátt fyrir blíðuna sem er alveg stórkostlegt," segir hann. Guðfinnur hefur alla tíð haft mikið dálæti á Benz og kann margar góðar sögur því tengdu. "Fyrir um þrjátíu árum síðan seldi ég hjónum sinn fyrsta Benz. Þá segir konan mér að maðurinn hennar sé búinn að suða í sér að kaupa slíkan bíl en hún hafi alltaf verið treg til þess því hún hafi heyrt að það væri bölvað vesen með þá. En nú ætli hún að láta undan með því skilyrði að hún fengi þvottavél í staðinn. Þegar samningurinn er undirritaður vindur hún sér svo að mér og spyr hvaða vandamál séu eiginlega með þessa bíla. Ég svaraði henni því að það væri aðeins eitt, sem reyndar væri svolítið dýrt vandamál, að þegar fólk væri einu sinni búið að eiga Benz, vildi það ekkert annað. Síðan þá hef ég selt þessum hjónum fimm Benza," segir hann. Þótt Guðfinnur sé á besta aldri eru engu að síður þrjátíu og fjögur ár síðan hann byrjaði að selja bíla. Honum líkar það vel og hefur ekkert hugsað sér að skipta um starf. "Fyrir um tuttugu árum síðan var ég með félaga mínum á bar hérna í borginni og sátum við hjá tveimur huggulegum ungum stúlkum og spjölluðum við þær. Það var verið að tala um það hvað menn væru að gera og svona og þegar ég segist vera Guðfinnur, eigandi bílasölu Guðfinns, segir önnur stúlkan. "Já ég man svo vel eftir þeirri bílasölu því ég fór þangað svo oft þegar ég var lítil stelpa með pabba mínum. Þar með hvarf sénsinn í stúlkuna," segir Guðfinnur og hlær. halldora@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“