Viðskipti innlent

Góður hagnaður VÍS

Hagnaður samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2004 nam 1.358 milljónum króna. Samstæða VÍS samanstendur af Vátryggingafélagi Íslands hf, Líftryggingafélagi Íslands hf , Áskaupum ehf, Flutningum ehf og Traustfangi ehf. Hagnaður af vátryggingarekstri nam samtals 979 milljónum króna en hagnaður af fjármálarekstri nam 790 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar 30. júní 2004 námu 30.371 milljón króna og bókfært eigið fé var 6.821 milljón króna. Í tilkynningu samstæðunnar segir að lækkun iðgjalda í skaðatryggingum og betri af koma í fjármálarekstri hafi einkennt reksturinn á fyrri árshelmingi í samanburði við fyrri ár. Þá hafi líftryggingarekstur skilað góðri niðurstöðu, einkum vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa. Þá hafi þróun tjóna verið félaginu hagstæð. Ágætur árangur hafi náðst í fjármálaþjónustu VÍS þar sem ávöxtun eignasafns hafi verið góð og umtalsverð aukning hafi verið í bílalánum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×