Bíll fyrir milljónamæringa 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það hefur eflaust fangað athygli margra lesenda Fréttablaðsins að heldur óvenjulegur bíll var auglýstur í smáauglýsingum síðastliðinn fimmtudag. Þar mátti lesa auglýsingu um nýjan Maybach 57 og var verðið heldur hærra en gerist og gengur, eða tæplega 49 milljónir króna. "Ég auglýsti einn Lamborghini til sölu í smáauglýsingum rétt fyrir sportbílasýninguna í maí. Það var meira í gríni en alvöru en eftir þá auglýsingu hringdi maður frá sportbílasýningunni og pantaði bílinn á sýninguna. Nú fékk ég þennan Maybach 57 á söluna og ákvað að gera slíkt hið sama. Heildsalinn sem ég versla mikið við er með mjög dýra bíla eins og Ferrari og Lamborghini -- sannkallaða ofurbíla. Við hjá Sparibílum seljum alls konar tegundir og stærðir af bílum og er ódýrasti bíllinn hjá okkur á um 1.170 þúsund krónur. Við erum sem sagt með alla breiddina í bílum og einbeitum okkur af því að hafa þá ódýrari en annars staðar. Til dæmis er Maybach-inn um tólf milljón krónum undir venjulegu verði. Hann ætti í raun að kosta sextíu milljónir króna. Það verður síðan að koma í ljós hvort eitthvað komi út úr þessari smáauglýsingu," segir Viktor Urbancic, annar eigandi bílasölunnar Sparibill.is. "Innifalið í verðinu er afhendingartími upp á þrjá daga. Í því felst að hægt er að fljúga með bílinn til hvaða lands sem er á þessum tíma," segir Viktor en slíkt flugfar kostar fúlgu eitt og sér. "Það er Rolls Royce-stæll á þessum bíl. Hann er með hægindastóla með fótskemlum í aftursætinu, bar, ísskáp og öll hugsanleg þægindi. Bíllinn er hannaður þannig að eigandinn sitji í aftursætinu og hafi einkabílstjóra. Það er hægt að hafa skilrúm á milli aftursætis og framsætis svo bílstjórinn geti ekki séð eða heyrt það sem fram fer í aftursætinu. Svo er sími og sjónvarp aftur í og allar græjur," segir Viktor sem er afskaplega stoltur af þessum nýjasta grip á bílasölunni. lilja@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira