Jenni í Brain Police 25. ágúst 2004 00:01 "Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég." Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég man ekki mikið eftir kennurunum mínum þar sem ég var alltaf frekar utan við mig í skólanum. En það er einn kennari sem stendur vafalaust uppúr," segir Jens Ólafsson, eða Jenni eins og margir þekkja hann, söngvari hljómsveitarinnar Brain Police og Hot Damn aðspurður um eftirminnilegasta kennarann. "Ég var með kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem kenndi mér sálfræði eina önn. Hann var mjög utan við sig og frekar vandræðilegur alltaf hreint í tímum. Það var mjög skrýtið. Alltaf þegar hann var að skrifa á töfluna með bláum tússpenna þá studdi hann hendinni við töfluna og máði út textann. Síðan þurrkaði hann sér í framan með henni og varð allur blár í framan þar sem höndin var öll út í tússi," segir Jens. Öll höfum við haft kennara sem koma okkur til að hlægja í hverjum tíma en það er alltaf eitt atvik sem stendur upp úr. "Í einum tíma þá tók þessi tiltekni kennari eftir því að hann var með opna buxnaklauf. Í staðinn fyrir að renna upp þá opnaði hann sálfræðibókina sem hann kenndi upp úr og stillti henni upp á kennaraborðinu. Síðan færði hann sig mjög laumulega á bak við bókina og renndi upp buxnaklaufinni. Það var frekar fyndið að vera í tíma hjá honum þar sem allir biðu eftir því að hann gerði eitthvað skemmtilegt. Og hann brást bekknum aldrei í þeim málum," segir Jens og bætir við að hann muni ekkert hvað kennarinn heitir. "Ég man ekkert hvort við kölluðum hann eitthvað sérstakt eða neitt svoleiðis. Hann var ekki með neitt gælunafn held ég."
Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira