Atvinnuhorfur við árstíðaskipti 30. ágúst 2004 00:01 Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli." Atvinna Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Helga Jónsdóttir, ráðningarstjóri hjá Liðsauka, segir að það sé alltaf mikil hreyfing á vinnumarkaðnum á þessum árstíma. "Sumarfólkið fer af markaðnum og einnig er algengt að fólk hugsi sér til hreyfings og fari að líta í kringum sig eftir nýju starfi þegar sumarfríið er búið. Það er mikil eftirspurn eftir starfsfólki um þessar mundir á mjög breiðan starfsvettvang og meiri hreyfing en var í fyrra. Nú er verið að leita að fólki bæði í sérhæfðari skrifstofustörf, millistjórnunarstörf og sölu- og markaðsstörf og meiri bjartsýni ríkir á vinnumarkaðnum núna, enda ekki vanþörf á. Það er töluverð hreyfing á vinnumarkaðnum og ég vona að hún haldi áfram." Um ástæður þessarar hreyfingar á vinnumarkaðnum segir Helga: "Fólk vill þróa sig meira og fá fjölbreyttari reynslu. Um 80% þeirra sem við erum með á skrá eru í starfi en vilja kanna hvað er að gerast á markaðnum. Sumir eru kannski í óvissu með sitt starf vegna hagræðingar fyrirtækja og vilja vita hvað þeim býðst ef til uppsagna kæmi. Fólk er tilbúið að stökkva á spennandi störf og ef auglýsingin er skemmtileg fáum við mikil viðbrögð. Ef starfið er orðið of mikil rútína er kominn tími til að skipta því enginn er ánægður með að staðna." Er auðveldara að fá vinnu ef þú ert í vinnu? "Já, almennt er það reglan. Því lengur sem fólk er utan vinnumarkaðar er erfiðara að fá vinnu nema skýringar séu góðar, t.d. ef sérhæfing er það mikil að ekkert starf við hæfi er í boði eða ef samruni fyrirtækja hefur orðið til þess að störf falla niður. Ef fólk missir vinnunna er gott að fylgjast með og mennta sig og nota atvinnuleysið sem sóknarfæri. Það tekur meiri tíma að fá starf núna en fyrir nokkrum árum og það er meiri harka á vinnumarkaðnum en áður var. Æ fleiri háskólamenntaðir einstaklingar koma út á vinnumarkaðinn og það fá ekki allir starf við sitt hæfi. "Hvort er metið meira, menntun eða reynsla? "Menntun er alltaf mikils metin en reynslan skiptir auðvitað alltaf mjög miklu máli. Reynslan er eftirsóknarverð en auðvitað skiptir einstaklingurinn alltaf mestu máli."
Atvinna Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira