Leikhópurinn stal skrúðgöngunni 2. september 2004 00:01 "Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur. Ferðalög Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur.
Ferðalög Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“