Hestamennska er uppeldisleg íþrótt 8. september 2004 00:01 Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni." Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni."
Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira