Guðni í opinni dagskrá 13. september 2004 00:01 Þrátt fyrir að enska deildarkeppninn sé kominn yfir á Skjá einn eru Sýn-menn hvergi að baki dottnir í umfjöllun sinni á fótboltanum. Þeir sýna áfram frá Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnunum svo eitthvað sé nefnt. Þá verður þáttur Guðna Bergssonar áfram á dagskránni í vetur og það sem meira er, í opinni dagskrá. Umsjónarmenn þáttarins eru áðurnefndur Guðni en honum til trausts og halds er hinn gamalreyndi íþróttafréttamaður Heimir Karlsson. Saman munu þeir fá til sín góða gesti sem segja álit sitt á því sem er að gerast í boltanum hverju sinni og sýna frá öllu því helsta sem gerðist í boltanum þá helgina. í kvöld munu þeir félagar fara rækilega yfir Meistaradeildina sem er að fara á fullt auk þess sem ítalski og spænski boltinn verður áberandi. Einnig verður 17. umferð Landsbankadeildarinnar krufinn til mergjar með aðstoð hins eina sanna Hemma Gunn. Þættirnir eru sýndir kl. 20.30 á mánudögum og sem fyrr segir verða þeir í opinni dagskrá frá og með deginum í dag. Bíó og sjónvarp Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Þrátt fyrir að enska deildarkeppninn sé kominn yfir á Skjá einn eru Sýn-menn hvergi að baki dottnir í umfjöllun sinni á fótboltanum. Þeir sýna áfram frá Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnunum svo eitthvað sé nefnt. Þá verður þáttur Guðna Bergssonar áfram á dagskránni í vetur og það sem meira er, í opinni dagskrá. Umsjónarmenn þáttarins eru áðurnefndur Guðni en honum til trausts og halds er hinn gamalreyndi íþróttafréttamaður Heimir Karlsson. Saman munu þeir fá til sín góða gesti sem segja álit sitt á því sem er að gerast í boltanum hverju sinni og sýna frá öllu því helsta sem gerðist í boltanum þá helgina. í kvöld munu þeir félagar fara rækilega yfir Meistaradeildina sem er að fara á fullt auk þess sem ítalski og spænski boltinn verður áberandi. Einnig verður 17. umferð Landsbankadeildarinnar krufinn til mergjar með aðstoð hins eina sanna Hemma Gunn. Þættirnir eru sýndir kl. 20.30 á mánudögum og sem fyrr segir verða þeir í opinni dagskrá frá og með deginum í dag.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira