Skotið á tyggjóklessur 19. september 2004 00:01 "Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur. Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við höfum starfrækt tyggjóhreinsun í eitt og hálft ár og er þetta mikið þarfaþing," segir Erlingur Snær Erlingsson hjá fyrirtækinu Tyggjóhreinsun sem hann rekur ásamt konu sinni Hildi Björk Ingibertsdóttur hjúkrunarfræðingi. Ævintýrið hófst á því að hann sá tyggjóhreinsivél auglýsta í bandarísku blaði en endaði á því að finna fullkomnu vélina í Birmingham í Englandi. "Við héldum til Englands þar sem við heilluðumst af vélinni og hófum þá reksturinn upp frá því. Í fyrstu gerðum við þetta samhliða vinnu en nú hef ég alfarið snúið mér að rekstri þessa smáa fjölskyldufyrirtækis," segir Erlingur. Tæknin við að losa klessurnar felst í því að vatn er hitað upp í 100 til 150 gráður og síðar er því skotið með lágum þrýstingi á klessurnar. Að því loknu er vistvænu hreinsiefni bætt við og klessan einfaldlega burstuð í burtu, en ólíkt hefðbundinni háþrýstitækni leysir þessi aðferð tyggjóið alveg upp. "Þetta er hljóðlaus og áreynslulaus háttur við hreinsunina og gæti í raun hentað í ótrúlegustu hreinsunarverkefnum," segir Erlingur og segir að hrein aðkoma að fyrirækjum kalli á jákvæða upplifun viðskiptavina. "Fólk myndi aldrei henda tyggjó á stéttina fyrir utan heimili sitt, en það er eins og þegar það er komið á almenningssvæði sýni það umhverfinu ekki eins mikla virðingu. Mörgum finnst í lagi að hegða sér með þessum hætti en þegar fyrirtækin verða yfirþreytt á þessu kalla þau á okkar hjálp," segir Erlingur, sem þarf að veita ýmsum fyrirtækjum endurtekna þjónustu þar sem klessurnar koma alltaf aftur, en hann segir það vera með minni tilkostnaði í hvert skipti. "Endalaust úrval af bragðtegundum eykur bara á vinsældir tyggigúmmís og eru götur fullar af tyggjóklessum alheimsvandamál sem ekki virðist vera að minnka," segir Erlingur.
Atvinna Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira