Mósaík fyrir byrjendur 22. september 2004 00:01 Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði reynir að brydda upp á skemmtilegum nýjungum á hverri önn og í haust verður boðið upp á nýtt námskeið í mósaík. Það er Alice Olivia Clarke sem leiðbeinir á námskeiðinu en hún er kanadísk mósaíklistakona sem hefur verið búsett á Íslandi í 11 ár og gert mörg stór mósaíkverk, meðal annars á veitingastaðnum Vegamótum og nú nýlega afhenti hún stórt listaverk sem prýðir nýja bókasafnið í Hafnarfirði. "Eftir að hafa unnið svona stór verk þar sem ég þarf að vera mjög nákvæm og öguð langar mig að leika mér svolítið," segir Alice. "Ég ætla að hafa námskeiðið létt og skemmtilegt og vona að ég fái sem flesta með mér. Ég hef oft verið spurð hvenær ég ætli að halda námskeið og nú þegar ég er komin með aðstöðu er bara að slá til. Við munum búa til spegla og fólk fær leiðsögn um hvernig á að nota verkfærin og efnið og hvernig maður ber sig að við skurðinn. Ef vel gengur verð ég örugglega með framhaldsnámskeið," segir Alice, og bendir á heimasíðu sína sem er www.aok.is. Mósaíknámskeiðið hefst 27. september og hægt er að skrá sig hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar. Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði reynir að brydda upp á skemmtilegum nýjungum á hverri önn og í haust verður boðið upp á nýtt námskeið í mósaík. Það er Alice Olivia Clarke sem leiðbeinir á námskeiðinu en hún er kanadísk mósaíklistakona sem hefur verið búsett á Íslandi í 11 ár og gert mörg stór mósaíkverk, meðal annars á veitingastaðnum Vegamótum og nú nýlega afhenti hún stórt listaverk sem prýðir nýja bókasafnið í Hafnarfirði. "Eftir að hafa unnið svona stór verk þar sem ég þarf að vera mjög nákvæm og öguð langar mig að leika mér svolítið," segir Alice. "Ég ætla að hafa námskeiðið létt og skemmtilegt og vona að ég fái sem flesta með mér. Ég hef oft verið spurð hvenær ég ætli að halda námskeið og nú þegar ég er komin með aðstöðu er bara að slá til. Við munum búa til spegla og fólk fær leiðsögn um hvernig á að nota verkfærin og efnið og hvernig maður ber sig að við skurðinn. Ef vel gengur verð ég örugglega með framhaldsnámskeið," segir Alice, og bendir á heimasíðu sína sem er www.aok.is. Mósaíknámskeiðið hefst 27. september og hægt er að skrá sig hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar.
Nám Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira