Fer vel um þá síðasta spölinn. 24. september 2004 00:01 "Ég keypti bílinn frá Kaliforníu, fann hann á netinu og lét flytja hann hingað gegnum Norfolk. Notaði tækifærið nú meðan dollarinn er lágur," segir Rúnar Geirmundsson hjá Útfararþjónustunni og sýnir stoltur nýjan líkbíl sem hann var að kaupa til landsins. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Towncar og árgerðin er 2001. Rúnar hefur rekið fyrirtækið Útfararþjónustuna í 14 ár, ásamt sonum sínum en hefur sinnt hinum látnu enn lengur því áður vann hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Lincolninn er þriðji bíll fyrirtækisins. Hinir tveir eru gamlir Cadillacar en líka virðulegir. Annar frá ‘78 sem nú er verið að gera upp sem nýjan og hinn ‘84 módel sem er búinn að þjóna fyrirtækinu frá upphafi. En þar sem tímafrekt getur verið að útvega varahluti í gamla bíla segir Rúnar varasamt að stóla algerlega á þá. "Við viljum bjóða upp á örugga þjónustu og eiga sem nýjastan bíl," segir hann brosandi. Hann fræðir okkur um að líkbílar séu framleiddir eins og fyrir lifandi farþega en síðan breytt í þar til gerðum verksmiðjum. Þá er sett á þá sérstakt hús með afturhlera og brautum í gólfinu til að kistan geti runnið þægilega inn. Nýi bíllinn kom tilbúinn til notkunar. Bílstjórahúsið er leðurklætt en aftur í eru veggirnir fóðraðir með taui, gardínur eru fyrir gluggum og á hliðunum eru bróderuð blóm sem lýsast upp þegar bíllinn er í notkun. "Fólk er ánægt að sjá að það fer vel um þeirra nánustu síðasta pottann. Það er líka markmiðið hjá okkur," segir Rúnar að lokum. Bílar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég keypti bílinn frá Kaliforníu, fann hann á netinu og lét flytja hann hingað gegnum Norfolk. Notaði tækifærið nú meðan dollarinn er lágur," segir Rúnar Geirmundsson hjá Útfararþjónustunni og sýnir stoltur nýjan líkbíl sem hann var að kaupa til landsins. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Towncar og árgerðin er 2001. Rúnar hefur rekið fyrirtækið Útfararþjónustuna í 14 ár, ásamt sonum sínum en hefur sinnt hinum látnu enn lengur því áður vann hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Lincolninn er þriðji bíll fyrirtækisins. Hinir tveir eru gamlir Cadillacar en líka virðulegir. Annar frá ‘78 sem nú er verið að gera upp sem nýjan og hinn ‘84 módel sem er búinn að þjóna fyrirtækinu frá upphafi. En þar sem tímafrekt getur verið að útvega varahluti í gamla bíla segir Rúnar varasamt að stóla algerlega á þá. "Við viljum bjóða upp á örugga þjónustu og eiga sem nýjastan bíl," segir hann brosandi. Hann fræðir okkur um að líkbílar séu framleiddir eins og fyrir lifandi farþega en síðan breytt í þar til gerðum verksmiðjum. Þá er sett á þá sérstakt hús með afturhlera og brautum í gólfinu til að kistan geti runnið þægilega inn. Nýi bíllinn kom tilbúinn til notkunar. Bílstjórahúsið er leðurklætt en aftur í eru veggirnir fóðraðir með taui, gardínur eru fyrir gluggum og á hliðunum eru bróderuð blóm sem lýsast upp þegar bíllinn er í notkun. "Fólk er ánægt að sjá að það fer vel um þeirra nánustu síðasta pottann. Það er líka markmiðið hjá okkur," segir Rúnar að lokum.
Bílar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“