Forsætisráðherra harmar ræðufrétt
![](https://www.visir.is/i/516D8F86A16E3CB19808D78B9C3686EED917A73F827D719F6053868FA780D740_713x0.jpg)
Forsætisráðuneytið segist harma að annað árið í röð skuli brotinn trúnaður um stefnuræðu forsætisráðherra. Tilefnið er frétt DV í dag um innihald ræðunnar sem Halldór Ásgrímsson flytur á Alþingi í kvöld. Ráðuneytið segir ljóst að brotin hafi verið trúnaðarskylda sem kveðið sé á um í lögum. Ráðherrann óski eftir viðræðum við forseta Alþingis um málið. Sjá einnig DV í dag. Einnig frétt DV hér á Vísi fyrr í dag.