Kærkomin búbót fyrir Háskólann 6. október 2004 00:01 Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir leggja talsverða fjármuni til Háskóla Íslands, ýmist með beinum framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Þótt ekki sé vitað um heildarfjárhæð slíkra styrkveitinga er ljóst að um talsverðar upphæðir er að ræða. Prófessor við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skólastarf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deildinni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústar Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárframlögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem viðkomandi fyrirtæki hefur sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálfstæði skólans. "Um slíka styrki eru gerðir sérstakir samningar þar sem er algjörlega tryggt að fyrirtæki hafi engin áhrif hvað verið er að gera í einstökum atriðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hugsjón," segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Ekki er vitað hversu mikið fé kemur inn í Háskóla Íslands eftir þessum leiðum en Ágúst telur að þar geti verið um 100 milljónir króna að ræða á ári. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tekið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld ættu að huga að því að veita fyrirtækjum og stofnunun sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira