Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“

Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls.

Innlent
Fréttamynd

Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann

Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum.

Innlent
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Áramóta­heit þjóðarinnar: Tryggjum gæða­menntun!

Nýliðið ár stóðu allir kennarar landsins saman í harðri kjarabaráttu til að leiðrétta kjör einnar mikilvægustu stéttar á Íslandi. Krafa okkar var einföld, að laun okkar félagsfólks yrðu sambærileg launum annarra sambærilegra sérfræðinga á almennum launamarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið

Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið.

Innlent
Fréttamynd

Hefði þurft hjól­börur undir öll verð­launin sín

Hjólbörur hefði komið sér sérstaklega vel fyrir nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir öll verðlaunin, sem viðkomandi hlaut við brautskráningu. Auk þess að hljóta styrk frá Hollvarðasamtökum skólans fékk nemandinn sérstakar viðurkenningar í þýsku, íslensku, viðskipta- og hagfræðigreinum, ensku, félagsgreinum og stærðfræði.

Innlent
Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent
Fréttamynd

Réttar­öryggi nem­enda og fram­kvæmd inn­töku í fram­halds­skóla

Innritun í framhaldsskóla hefur verið ofarlega í opinberri umræðu undanfarið, ekki síst eftir að gerðar voru breytingar á lögum sem heimila að horft sé til fleiri þátta en lokaeinkunna við innritun og mat á því hvort bjóða eigi nemanda skólavist. Þar á meðal er þátttaka í félagsstarfi og árangur í óformlegu námi.

Skoðun
Fréttamynd

Nemandi réðst á kennara á jóla­skemmtun í Ingunnarskóla

Tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík urðu fyrir árás nemanda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans í gær. Foreldrar hafa verið upplýstir um málið en hluti nemenda í fimmta til sjöunda bekk varð vitni að árásinni og var brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór sjálf­kjörinn

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var sá eini sem bauð sig fram til formanns. Hann gegnir áfram embættinu, sjálfkjörinn.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjöfin í ár

Undirritaður hefur um langa hríð bent á að skólakerfið sé í verulegum ógöngum. Langflestir kennarar vita að margt er að, þrátt fyrir að efsta lag skólakerfisins reyni ítrekað að drepa málinu á dreif, ráðast á sendiboðana eða stingi höfðinu í sandinn á kostnað barna og unglinga.

Skoðun
Fréttamynd

Tak­marka fjölda nem­enda utan EES

Háskóli Íslands hefur innleitt ný fjöldatakmörk nemenda utan EES í einstaka námsleiðir. Til dæmis verða á næsta ári ekki teknir inn fleiri en 50 nemendur frá löndum utan EES í íslensku sem annað mál. Það er ein vinsælasta námsleið skólans, alls sóttu 800 um í það og íslenskustoð síðasta vor fyrir núverandi skólaár.

Innlent
Fréttamynd

Í takt við það sem verið hefur

Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla.

Innlent