Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Innlent 28.5.2025 00:08
Erfiðast að læra íslenskuna Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Innlent 27.5.2025 15:16
Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Innlent 27.5.2025 13:44
Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Innlent 23. maí 2025 13:04
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Kennarastarfið er þýðingarmikið starf í íslensku samfélagi og talsverðar áhyggjur hafa komið fram vegna kennaraskorts sem hefur aukist mjög á nýliðnum árum. Skoðun 23. maí 2025 09:30
Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði voru lögð fyrir 7.000 nemendur í 26 skólum landsins. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að fyrirlögninni hafi verið ætlað að prufukeyra nýtt samræmt námsmat, Matsferil, þannig að hægt verði að leggja ný samræmd próf fyrir nemendur frá 4. bekk og upp úr í öllum grunnskólum landsins næsta vor. Innlent 23. maí 2025 08:09
Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Innlent 22. maí 2025 15:44
Skera niður til að mæta launahækkunum Garðabær hefur ákveðið að ráðast í aukna hagræðingu upp á 83 milljónir króna á árinu 2025 til að mæta kostnaðarauka vegna nýrra kjarasamninga. Innlent 22. maí 2025 11:04
Mikilvægt að samfélagið komi sér saman um símasiði Foreldraráð Hafnarfjarðar hvetur skóla, foreldra og samfélagið allt til að eiga opið samtal um skjátíma. Foreldraráðið gaf nýlega út myndbandið Horfumst í augu með þekktum aðilum þar sem fullorðnir og börn eru hvött til að gefa símanum frí og gera eitthvað skemmtilegt. Myndbandið er hluti af víðtæku verkefni sem miðar að því að innleiða símafrí í grunnskólum bæjarins. Innlent 22. maí 2025 08:02
Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21. maí 2025 14:45
Hvað er lýðskóli eiginlega? N.F.S Grundtvig var danskur prestur á 19. öld. Grundtvig var þó mun meira en bara prestur, hann var einnig rithöfundur, ljóðskáld, heimspekingur, sagnfræðingur, kennari og stjórmálamaður og talin vera einn mesti áhrifavaldur á danskt samfélag til dagsins í dag. Skoðun 21. maí 2025 14:02
Kveikjum neistann um allt land Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Skoðun 21. maí 2025 11:03
Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fylgja, er skýrt kveðið á um að allir eigi rétt á menntun án aðgreiningar – á öllum skólastigum. Í 24. grein samningsins segir sérstaklega að fatlað fólk eigi að hafa aðgang að háskólanámi á jafnræðisgrundvelli við aðra, með viðeigandi aðlögun og stuðningi. Skoðun 21. maí 2025 09:01
Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Reitir fasteignafélag og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað rammasamning um samstarf til þriggja ára. Samstarfið felur í sér árlega hugmyndasamkeppni fyrir nemendur HR þar sem þau fá tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni úr starfsemi Reita. Viðskipti innlent 21. maí 2025 08:33
Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Innlent 20. maí 2025 19:24
Drengir á jaðrinum Sit hér við tölvuna og reyni að einbeita mér, á einum heitasta og sólríkasta degi ársins. Langar svolítið að fara og „fela mig í blómabreiðu þar til heimurinn lagast”, en hann breytist víst ekki ef við leggjumst í dvala, eins og Lóaboratorium benti mér réttilega í morgun. Skoðun 20. maí 2025 07:31
Brúin komin upp við Dugguvog Búið er að opna Sæbraut að nýju eftir að göngu- og hjólabrúin milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs var hífð upp á stigahúsin í nótt. Brúin er 28 metra löng og var ekið í heilu lagi frá Mosfellsbæ að Dugguvogi í gærkvöldi og svo hífð upp í nótt. Innlent 20. maí 2025 06:32
Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Við höfum séð þetta áður. Við fjármálahrunið 2008 voru merki um að stefndi í stórslys, en lítið var aðhafst fyrr en allt var komið í óefni. Skoðun 19. maí 2025 14:02
Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Innlent 19. maí 2025 10:28
Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði. Innlent 17. maí 2025 18:19
Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Árleg gleðiganga fjögurra leik- og grunnskóla í Laugardal fór fram í dag í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks þann 17. maí. Lífið 16. maí 2025 19:39
Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. Innlent 16. maí 2025 15:56
Óvíst hvar börnin lenda í haust Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Innlent 16. maí 2025 06:31
Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum. Innlent 15. maí 2025 18:40