Tveir af fjörtíu voru í bílbeltum 19. október 2004 00:01 Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast lífshættulega þegar rúta með fjörtíu manns innanborð fauk út í kant og valt út af veginum undir Akrafjalli um klukkan sjö í gærmorgun. Rútan endaði á toppnum fyrir neðan veginn. Allir nema einn farþeganna eru starfsmenn hjá Norðuráli á Grundartanga. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að 27 manns hafi í fyrstu verið fluttir á sjúkrahúsið, hinir hafi haldið til vinnu. Síðar um daginn hafi þeir hins vegar allir komið upp á sjúkrahús í skoðun. Hann segir að tíu manns hafi verið lagðir inn. Tveir hafi verið sendir í rannókn til Reykjavíkur en þeir hafi síðan komið aftur á Sjúkrahúsið á Akranesi. Í gærkvöldi voru fimm manns enn á sjúkrahúsinu og segist Þórir reikna með því að þeir þar í nokkra daga "Það eru tveir talsvert slasaðir en það er enginn í lífshættu," segir Þórir. "Þeir sem liggja á sjúkrahúsinu núna eru með brotin bein og töluvert marðir." Þórir segir að það hafi gengið snurðurlaust fyrir sig að taka á móti öllum þessum fjölda slasaðra. Um tíma hefði verið mikill asi á sjúkrahúsinu því auk allra hinna slösuðu hefðu aðstendur að sjálfsögðu komið á staðinn. "Það vildi svo til að þetta gerðist þegar vaktaskipti voru. Það var því mikill mannskapur í húsinu og við gátum gengið í þetta hratt og vel. Síðan erum við með hópslysaáætlun sem við vinnum eftir." Norðurál gerir kröfu um að rútur sem flytja starfsmenn séu með bílbeltum og var rútan sem fór út af búin beltum fyrir farþegar. Hins vegar voru aðeins tveir þeirra í beltum. "Þetta er forkastanlegt kæruleysi," segir Þórir. "Þarna eru menn á ferð í fárviðri og ég held að það sé algjör mildi að ekki fór verr en þetta. Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira