Farþegarnir bera ábyrgðina sjálfir 20. október 2004 00:01 Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Það er mjög slæmt mál og algjörlega óviðunandi að einungis tveir af fjörutíu sem voru í rútunni sem valt á veginum undir Akrafjalli í fyrradag skuli hafa verið spenntir í bílbelti. Þetta segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. Þórir Bergmundsson, lækningaforstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið algjör mildi að ekki fór verr. "Ég er ekki viss um þetta fari svona næst ef menn verða óbundnir," sagði Þórir. Sigurður segist ekki í vafa um að slysið eigi eftir að vekja upp umræðu um það hversu mikilvægt það sé að farþegar í rútum, eins og í öllum bílum, spenni beltin eins og lög kveði á um. "Það er svo oft búið sanna að bílbelti bjarga mannslífum að það hlýtur að flokkast undir kæruleysi þegar fólk notar þau ekki," segir Sigurður. "Það er sama hvar í bíl við sitjum og hvernig bíl við sitjum í, við eigum í öllum tilvikum að sýna sjálfum okkur þá virðingu að vera með beltin spennt." Sigurður segir að í þeim rútum sem búnar séu bílbeltum beri farþegum að spenna beltin. "Þegar fullorðið fólk sest upp í rútu eða fólksbíl ber það sjálft ábyrgð á því að setja á sig bílbelti. Ökumaðurinn ber ekki ábyrgð á því," segir Sigurður. "Samkvæmt lögum ber ökumaður rútu hins vegar ábyrgð á því að börn yngri en fimmtán ára séu spennt." Samkvæmt reglum eiga allar rútur fyrir sextán farþega og færri sem eru skráðar eftir 1. október árið 1999 að vera með belti í öllum sætum. Rútur fyrir sextán farþega og fleiri sem skráðar eru eftir 1. október árið 2001 lúta sömu reglum. "Talsverður hluti af rútunum sem eru hér í notkun er ekki með belti af því að þær eru orðnar gamlar," segir Sigurður. "Hins vegar hafa sum fyrirtæki sett tveggja punkta belti í gamlar rútur til að auka öryggi farþeganna. Það er samt ekki hægt í öllum gömlum rútum, sem er auðvitað mjög slæmt."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira