Íhuga að kæra vélhjólamann 21. október 2004 00:01 Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir rétt að lögreglumaður undir hans stjórn hafi ekki kært vélhjólamann sem brákaði á honum nefið í handalögmálum sem urðu þegar maðurinn var handtekinn í desember síðastliðnum. "Ástæðan er að honum stóð stuggur af þessum mönnum," segir Jóhann en segir nú vera til skoðunar hvort embættið muni kæra. Vélhjólamaðurinn er meðlimur í vélhjólaklúbbnum Fáfni og var hann ásamt öðum Íslendingi og níu vítisenglum stöðvaður í Leifsstöð í desember. Maðurinn var handtekinn því hann neitaði að sýna skilríki við landamærin og í framhaldinu brákaði hann nef lögreglumannsins. Sami vélhjólamaður ruddist ásamt tveimur öðrum inn á ritstjórnarskrifstofur DV á miðvikudag. Þeir kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins og tóku fréttastjórann hálstaki. "Embættið getur auðvitað kært árásina en við förum kannski ekki fram með slík mál í andstöðu við viðkomandi starfsmann en það er til skoðunar," segir Jóhann. Jafnframt segir hann ekki að ástæðulausu að verið sé að efla sérsveit lögreglunnar og vonast hann til að tólf sérsveitarmenn verði innan hans embættis í fyllingu tímans eins og áætlað er. "Þessir hópar eru að verða harðsvíraðri og við þurfum betur þjálfaða og öflugri lögreglumenn til að takast á við þá. Ég skal viðurkenna að það er ekki sérstaklega þægilegt að opinbera að árásin í desember hafi ekki verið kærð og munu sjálfsagt einhverjir túlka það sem veikleikamerki. Staðreyndin er hins vegar sú að það er ekki nokkurn bilbug að finna á lögreglunni heldur er verið að styrkja hana til að taka á þessu af fullri festu," segir Jóhann. Þá segist hann gjarnan vilja sjá lögreglu fá auknar heimildir til aðgerða eins og dómsmálaráðherra lagði til í vor um auknar hlerunarheimildir en þær mættu andstöðu á þingi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira