Dæmdur í þriggja ára fangelsi 22. október 2004 00:01 Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira