Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni 22. október 2004 00:01 Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson. Bókmenntir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði Atómstöðina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Hannes segir að Atómstöðin sé sláandi lík sögu sem heitir Anna öreigastúlka og er eftir Olbricht. Meðal þess sem sé sammerkt með bókunum sé að ung, saklaus sveitastúlka kemur í bæinn og verður vinnukona á ríkismannaheimili, stúlkan öðlast smám saman stéttarvitund, hún lendir í ástarævintýri, verður þunguð, fer á annan stað að ala barnið, elsta stúlkan á heimilinu verður líka þunguð, það er óupplýst morð í báðum bókum og þeim lýkur báðum á stéttarsvikum af hálfu fágaðra heimsmanna. Það var ritgerð sem Einar Olgeirsson birti í Rétti árið 1932 sem kom Hannesi á sporið. Þar bendir Einar Halldóri á að skrifa bækur í sama anda og kommúnistinn Ivan Olbracht og nefnir sérstaklega bókina um Önnu öreigastúlku. Hannes telur einnig að margar af sögupersónunum í Atómstöðinni eigi sér fyrirmyndir í íslenskum veruleika. Ugla sé til að mynda töluvert byggð á Arnheiði Sigurðardóttur, konu sem Halldór þekkti. Í öðru lagi álítur Hannes að organistinn sé settur saman úr tveimur vinum Lanxess: Þórði Sigtryggssyni og Erlendi í Unuhúsi. Forsætisráðherrann er að sjálfsögðu Ólafur Thors að sögn Hannesar og að lokum setur hann fram þá kenningu að Landaljómi sé Thor Vilhjálmsson.
Bókmenntir Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“