Viðskipti innlent

Kaupir franskt matvælafyrirtæki

SÍF er að kaupa franskt matvælafyrirtæki fyrir 29 milljarða króna. Verið er að ganga frá kaupunum. Franska fyrirtækið heitir Labeyrie Group og er að sögn SÍF leiðandi í framleiðslu og dreifingu á kældum matvælum fyrir smásölu. Með þessum kaupum verður til öflug samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt 88,5 milljörðum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði hefur verið fimm milljarðar króna. Starfsmenn samstæðunnar eru tæplega fjögur þúsund í ellefu löndum. Þá var samþykkt í dag að selja öll hlutabréf SÍF í SH en hluturinn nemur liðlega 22 prósentum. Einnig á að selja dótturfyrirtæki SÍF í Bandaríkjunum til Sjóvíkur fyrir 4,8 milljarða króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×