Stálstýrið 2004 25. október 2004 00:01 Volvo S40 hlaut Stálstýrið 2004 sem nýstofnað Bandalag íslenskra bílablaðamanna veitti í síðustu viku. Tilnefndir voru bílar í fjórum flokkum og stóð valið um bíl ársins milli þeirra bíla sem valdir voru í hverjum þessara fjögurra flokka. Til úrslita í flokki smábíla og minni millistærðarbíla voru Citroën C2, Fiat Panda og Kia Picanto og varð sá síðastnefndi fyrir valinu. Ástæðan var fyrst og fremst mjög hagkvæmt verð. "Fyrir þetta lága verð fær kaupandinn bíl með nýtískulegri hönnun, viðunandi kraft og betri akstureiginleika og búnað en búast má við í svo litlum og ódýrum bíl," segir í áliti dómnefndarinnar. Í millistærð, stærri fjölskyldubílum og lúxusbílum voru í úrslitum Toyota Prius, Volkswagen Golf og Volvo S40 sem varð fyrir valinu. "Volvo S40 verður fyrir valinu vegna vandaðrar og vel heppnaðar hönnunar og frágangs, jafnt að utan sem innan," segir í rökstuðningi dómnefndar. Bíllinn er sagður skemmtilegur og ljúfur í akstri og í fremstu röð hvað snertir öryggi. Hann er rýmri en fyrirrennari hans og farangursrými ágætt. Verðið er einnig hagstætt. Gaman er að geta þess að helstu hönnuðir S40 voru konur. Í flokki jeppa og jepplinga komu til álita í úrslitum BMW X3, Hyundai Tucson og Subaru Legacy Outback. Fyrir valinu varð Hyundai Tucson. Helstu rök voru hagstætt verð, miðað við búnað, getu, hönnun og frágang. "Í ágætum aksturseiginleikum er fetaður millivegur, sem ætti að geta hentað flestum," segir meðal annars í áliti dómnefndarinnar. Tucson fellur að stærð inn í miðjan jepplingahópinn, með ágætt rými bæði í framsætum og aftursætum. Í flokki sportbíla stóð valið milli Mazda RX8, Mitsubishi Lancer Evo VIII og Nissan 350Z. Mazda RX8 varð fyrir valinu en helstu rökin fyrir því voru eins og segir í áliti dómnefndar: "Þessi bíll kemur eins og ferskur vindsveipur inn í flokk sportbíla í heiminum þar sem á frumlegan og snjallan hátt er sköpuð alveg ný tegund sportbíls." Bíllinn er sagður luma á góðu rými þrátt fyrir sportlegt útlit. "Þetta er bíll þar sem fjölskyldufólk með sportbíladellu getur réttlætt kaupin á sportbíl sem tekur tillit til þarfa fjölskyldunnar," segir dómnefnd. Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Volvo S40 hlaut Stálstýrið 2004 sem nýstofnað Bandalag íslenskra bílablaðamanna veitti í síðustu viku. Tilnefndir voru bílar í fjórum flokkum og stóð valið um bíl ársins milli þeirra bíla sem valdir voru í hverjum þessara fjögurra flokka. Til úrslita í flokki smábíla og minni millistærðarbíla voru Citroën C2, Fiat Panda og Kia Picanto og varð sá síðastnefndi fyrir valinu. Ástæðan var fyrst og fremst mjög hagkvæmt verð. "Fyrir þetta lága verð fær kaupandinn bíl með nýtískulegri hönnun, viðunandi kraft og betri akstureiginleika og búnað en búast má við í svo litlum og ódýrum bíl," segir í áliti dómnefndarinnar. Í millistærð, stærri fjölskyldubílum og lúxusbílum voru í úrslitum Toyota Prius, Volkswagen Golf og Volvo S40 sem varð fyrir valinu. "Volvo S40 verður fyrir valinu vegna vandaðrar og vel heppnaðar hönnunar og frágangs, jafnt að utan sem innan," segir í rökstuðningi dómnefndar. Bíllinn er sagður skemmtilegur og ljúfur í akstri og í fremstu röð hvað snertir öryggi. Hann er rýmri en fyrirrennari hans og farangursrými ágætt. Verðið er einnig hagstætt. Gaman er að geta þess að helstu hönnuðir S40 voru konur. Í flokki jeppa og jepplinga komu til álita í úrslitum BMW X3, Hyundai Tucson og Subaru Legacy Outback. Fyrir valinu varð Hyundai Tucson. Helstu rök voru hagstætt verð, miðað við búnað, getu, hönnun og frágang. "Í ágætum aksturseiginleikum er fetaður millivegur, sem ætti að geta hentað flestum," segir meðal annars í áliti dómnefndarinnar. Tucson fellur að stærð inn í miðjan jepplingahópinn, með ágætt rými bæði í framsætum og aftursætum. Í flokki sportbíla stóð valið milli Mazda RX8, Mitsubishi Lancer Evo VIII og Nissan 350Z. Mazda RX8 varð fyrir valinu en helstu rökin fyrir því voru eins og segir í áliti dómnefndar: "Þessi bíll kemur eins og ferskur vindsveipur inn í flokk sportbíla í heiminum þar sem á frumlegan og snjallan hátt er sköpuð alveg ný tegund sportbíls." Bíllinn er sagður luma á góðu rými þrátt fyrir sportlegt útlit. "Þetta er bíll þar sem fjölskyldufólk með sportbíladellu getur réttlætt kaupin á sportbíl sem tekur tillit til þarfa fjölskyldunnar," segir dómnefnd.
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira