Gerður K. fékk Laxnessverðlaunin 27. október 2004 00:01 Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Skáldsagan var valin úr ríflega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppnina. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í fyrsta sinn sem kona er handhafi þeirra. Bókin fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrítugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamaður. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Oddfríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöldum Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegnum boðaföllin. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: „Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta - allra síst fjölskyldunni. Af fádæma öryggi er dregin upp mynd af sorg og einsemd þess sem svíkur vegna þess að honum finnst hann hafa verið svikinn.“ Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir söguna Mörtu smörtu. Hún hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð, smásögur, leikrit og barnabækur. Bókmenntir Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Gerður Kristný hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Skáldsagan var valin úr ríflega þrjátíu handritum sem bárust í samkeppnina. Þetta er í sjöunda sinn sem verðlaunin eru veitt og í fyrsta sinn sem kona er handhafi þeirra. Bókin fjallar um Oddfríði sem er óráðin stúlka á þrítugsaldri og stendur á krossgötum þegar hún fær tækifæri til að gerast blaðamaður. Ritstjóri dagblaðs vill fá hana til að ráða sig hjá samkeppnisaðilanum og komast að hvað þar er í gangi. Oddfríður slær til en uppgötvar að hún er ekki ein um að leika tveimur skjöldum Skyndilega er hún komin í þær aðstæður að hún hefur engan til að treysta á nema sjálfa sig og eigið hyggjuvit til þess að fleyta sér í gegnum boðaföllin. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir meðal annars: „Bátur með segli og allt er bráðskemmtileg og spennandi saga um efni sem snertir kviku okkar allra. Á meistaralegan hátt er skyggnst inn í líf ungrar konu sem lifað hefur í tilfinningalegri útlegð frá sínum nánustu og frá fyrstu tíð vanist því að engum sé að treysta - allra síst fjölskyldunni. Af fádæma öryggi er dregin upp mynd af sorg og einsemd þess sem svíkur vegna þess að honum finnst hann hafa verið svikinn.“ Gerður Kristný hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir söguna Mörtu smörtu. Hún hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð, smásögur, leikrit og barnabækur.
Bókmenntir Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“