Dekkin borin saman 29. október 2004 00:01 Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira