Viðskipti innlent

KB haslar sér völl í Noregi

KB banki ætlar að hasla sér völl í norska fjármálaheiminum, líkt og hann hefur þegar gert í Svíþjóð og Danmörku, og stefnir að því að verða stærsti fjárfestingabanki á Norðurlöndum, hefur norska blaðið Aftenposten eftir Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra bankans. Í fyrirsögn greinarinnar segir að íslenskir bankar ætli að taka Noreg og er vísað til kaupa Íslandsbanka á norskum fjárfestingarbanka nýverið og fyrirætlunum bankans um að verða stærsti banki Norðurlanda á sviði sjávarútvegs. Þannig muni íslensku bankarnir tveir lenda í samkeppni sín á milli á norskri grundu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×