Viðhald á flísum 1. nóvember 2004 00:01 Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna. Hús og heimili Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna.
Hús og heimili Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira