Kíkt á bensínstöðvarnar 5. nóvember 2004 00:01 Tölvupóstur gekk milli manna í vikunni þar sem hvatt var til að kaupa ekkert annað en bensín hjá þeim olíufélögum sem orðið hafa uppvís að verðsamráði og sýna þar með hug sinn til þeirra í verki. Þetta eru Olís, Essó og Skeljungur. Fréttablaðið hringdi á níu bensínstöðvar síðastliðinn fimmtudag, þrjár undir hverju merki og spurði afgreiðslumenn hvort samdráttur hefði orðið í sölunni. Flestir sögðu að munurinn væri enginn. Sumir kváðust hafa merkt lítilsháttar samdrátt en í svo litlum mæli að engu máli skipti. "Maður finnur alveg reiðina hjá fólki en það verslar eftir sem áður," sagði einn. "Lítilsháttar munur en varla marktækur," sagði annar. "Við fundum aðeins fyrir mun á þriðjudaginn en síðan hefur allt verið eðlilegt," var svar hins þriðja. Einn afgreiðslumaður á stórri stöð við fjölfarna leið sagði muninn á innkomu nema innan við 100 þúsund en hann lenti hins vegar oft í umræðum við viðskiptavinina þessa dagana um þetta leiðindamál. "Við starfsmennirnir erum í alveg jafn miklu sjokki og aðrir. Hinsvegar heyrir þetta mál fortíðinni til og það eru allt aðrar aðferðir sem gilda í dag," fullyrti hann. Við könnuðum verð á nokkrum hlutum á bensínstöðvunum í vikunni. Taflan lítur svona út. Olíufélagið Essó Olís Skeljungur Tjöruhreinsir 1 l 620 683 625 Rúðuskafa af ódýrustu gerð 160 223 270 Tvistur 250 g 150 126 140 (300 g) Mjallar hreinsibón 520 574 Sorppokar 10 stk. í rúllum 186 250 249 Coca cola 2 l 250 270 270 Snickers Classic 60 g 79 80 85 Prince póló XXL 95 95 99 Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tölvupóstur gekk milli manna í vikunni þar sem hvatt var til að kaupa ekkert annað en bensín hjá þeim olíufélögum sem orðið hafa uppvís að verðsamráði og sýna þar með hug sinn til þeirra í verki. Þetta eru Olís, Essó og Skeljungur. Fréttablaðið hringdi á níu bensínstöðvar síðastliðinn fimmtudag, þrjár undir hverju merki og spurði afgreiðslumenn hvort samdráttur hefði orðið í sölunni. Flestir sögðu að munurinn væri enginn. Sumir kváðust hafa merkt lítilsháttar samdrátt en í svo litlum mæli að engu máli skipti. "Maður finnur alveg reiðina hjá fólki en það verslar eftir sem áður," sagði einn. "Lítilsháttar munur en varla marktækur," sagði annar. "Við fundum aðeins fyrir mun á þriðjudaginn en síðan hefur allt verið eðlilegt," var svar hins þriðja. Einn afgreiðslumaður á stórri stöð við fjölfarna leið sagði muninn á innkomu nema innan við 100 þúsund en hann lenti hins vegar oft í umræðum við viðskiptavinina þessa dagana um þetta leiðindamál. "Við starfsmennirnir erum í alveg jafn miklu sjokki og aðrir. Hinsvegar heyrir þetta mál fortíðinni til og það eru allt aðrar aðferðir sem gilda í dag," fullyrti hann. Við könnuðum verð á nokkrum hlutum á bensínstöðvunum í vikunni. Taflan lítur svona út. Olíufélagið Essó Olís Skeljungur Tjöruhreinsir 1 l 620 683 625 Rúðuskafa af ódýrustu gerð 160 223 270 Tvistur 250 g 150 126 140 (300 g) Mjallar hreinsibón 520 574 Sorppokar 10 stk. í rúllum 186 250 249 Coca cola 2 l 250 270 270 Snickers Classic 60 g 79 80 85 Prince póló XXL 95 95 99
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira