Jólanámskeið 9. nóvember 2004 00:01 Tíminn fyrir jól er oft vanmetinn og langflestir eru að gera hlutina á síðustu stundu en tilvalið er að aga sig til verka með því að fara á námskeið og vinna skraut, gjafir, mat og fleira þar löngu fyrir jólin. Mikið úrval er af jólanámskeiðum og getur verið bæði skemmtilegt og gefandi að fara saman með vinum og eyða saman kvöldstund í smá jölaföndur. Námskeið hjá Mími:Konfekt Dagana 23. og 24. nóvember verður námskeið í konfektgerð hjá Mími-símenntun. Halldór Sigurðsson sér um námskeiðið, sem er í formi sýnikennslu og verklegra þátta. Fólk fær tækifæri til að búa til sitt eigið konfekt og taka með heim í fallegum kassa. Jólakransar 24. nóvember verður námskeið í gerð jólakransa hjá Mími-símenntun. Hafdís G. Sigurðardóttir blómaskreytir sér um námskeiðið og mun hver þátttakandi útbúa sinn eigin krans sem ýmist er hægt að hafa á borði, hengja á hurð eða yfir borð. Allt hráefni er innifalið og tekur námskeiðið eina kvöldstund. Jól Nám Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Jól í anda fagurkerans Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Hér er komin Grýla Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Boðskapur vonar og bjartari tíma Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin
Tíminn fyrir jól er oft vanmetinn og langflestir eru að gera hlutina á síðustu stundu en tilvalið er að aga sig til verka með því að fara á námskeið og vinna skraut, gjafir, mat og fleira þar löngu fyrir jólin. Mikið úrval er af jólanámskeiðum og getur verið bæði skemmtilegt og gefandi að fara saman með vinum og eyða saman kvöldstund í smá jölaföndur. Námskeið hjá Mími:Konfekt Dagana 23. og 24. nóvember verður námskeið í konfektgerð hjá Mími-símenntun. Halldór Sigurðsson sér um námskeiðið, sem er í formi sýnikennslu og verklegra þátta. Fólk fær tækifæri til að búa til sitt eigið konfekt og taka með heim í fallegum kassa. Jólakransar 24. nóvember verður námskeið í gerð jólakransa hjá Mími-símenntun. Hafdís G. Sigurðardóttir blómaskreytir sér um námskeiðið og mun hver þátttakandi útbúa sinn eigin krans sem ýmist er hægt að hafa á borði, hengja á hurð eða yfir borð. Allt hráefni er innifalið og tekur námskeiðið eina kvöldstund.
Jól Nám Mest lesið Yfir fannhvíta jörð Jól Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Jól í anda fagurkerans Jól Hikar ekki við að fara á trúnó í jólakortaskrifunum Jól Hér er komin Grýla Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Aðventan ýfir upp sárin Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin Boðskapur vonar og bjartari tíma Jól Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum Jólin