Félögin bera siðferðislega ábyrgð 11. nóvember 2004 00:01 Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira