Kennaradeilan í gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira