Árni, Steingrímur og Valgerður 18. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, Valgerður Bjarnadóttir, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, Stefán Snævarr heimspekingur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Fleiri eiga eftir að bætast í þennan hóp þegar líður nær helginni - af nógu er að taka eftir viðburðaríkar vikur bæði innanlands og utan. Stefán, sem er prófessor í Noregi, mun tala um nýja bók sína Ástarspekt, en þar er meðal annars að finna hárbeitta gagnrýni á frjálshyggjuna. Annars er Stefán með skemmtilegustu mönnum - og býsna fullyrðingasamur. Eiríkur kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína, Hugsjónadrusluna, en annars er hann á ferðalagi með vini sínum tónlistarmanninum Mugison. Mér skilst þeir séu á NASA í kvöld, fimmtudag. Eiríkur er mikilvirkur bloggari og eitt af snéníunum sem standa á bak við félagsskap sem kallar sig Nýhil. Þetta er ungt fólk sem er óbangið við taka afstöðu til stjórnmála, lista, tungumálsins og alls milli himins og jarðar - og finnst yfirleitt betra að hafa hátt en að þegja. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag og er svo endurtekinn undir miðnættið sama kvöld. Einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, Valgerður Bjarnadóttir, pistlahöfundur á Fréttablaðinu, Stefán Snævarr heimspekingur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur. Fleiri eiga eftir að bætast í þennan hóp þegar líður nær helginni - af nógu er að taka eftir viðburðaríkar vikur bæði innanlands og utan. Stefán, sem er prófessor í Noregi, mun tala um nýja bók sína Ástarspekt, en þar er meðal annars að finna hárbeitta gagnrýni á frjálshyggjuna. Annars er Stefán með skemmtilegustu mönnum - og býsna fullyrðingasamur. Eiríkur kemur í þáttinn með fyrstu skáldsögu sína, Hugsjónadrusluna, en annars er hann á ferðalagi með vini sínum tónlistarmanninum Mugison. Mér skilst þeir séu á NASA í kvöld, fimmtudag. Eiríkur er mikilvirkur bloggari og eitt af snéníunum sem standa á bak við félagsskap sem kallar sig Nýhil. Þetta er ungt fólk sem er óbangið við taka afstöðu til stjórnmála, lista, tungumálsins og alls milli himins og jarðar - og finnst yfirleitt betra að hafa hátt en að þegja. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 á sunnudag og er svo endurtekinn undir miðnættið sama kvöld. Einnig er hægt að fylgjast með honum hér á veftívíinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun